Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 78
172
Lifandi kristindómur og ég.
IÐUNN
fram til þess frjáls og hress
finna ég má
börn þín öll í himnahöll.
Halelújá.
Þessar guðræknisiðkanir átfu sér engar undantekningar
þau sextán ár, sem ég var heima. Vetur, sumar, vor og
haust, kvölds og morgna á hverjum degi og við hverja
máltíð höfðu menn yfir sömu versin, þuldu sömu bæn-
irnar og beitfu sömu helgitáknunum, alt af með sömu
andaktinni og sama trúartraustinu. Þó munu flestir hafa
varið lengri tíma til bænrækninnar á vefrum en sumrum,.
því að á vetrum voru annir minni, veður öll vályndari
og hulin öfl mönnum hættulegri.
Suðursveit er landbúnaðarhérað. Þó eru þar einnig
stundaðir róðrar á vetrarvertíðinni, þegar á sjóinn gefur.
En það er sjaldan, því að sveitin liggur fyrir opnum
brimsöndum. Aldrei var skipi hrundið svo á saltan sæ í
Suðursveit, að ekki væru um hönd hafðar vissar bænir
og helgisiðir.
Þá er lokið var að setja skipið fram undir flæðarmál,
fóru skipverjar í skinnklæði sín og settu árar í hömlur.
Það var kallað að ára. Að því búnu var skipið reist á
réttan kjöl, og stóð hver ræðari við sína þóftu. En við
skutrúmið stóðu venjulega fjórir menn, er skyldu ýta
skipinu út úr brimgarðinum, eftir að ræðararnir voru
seztir undir árar. Nú tóku allir ofan höfuðfötin, lutu
höfði og lásu í lágahljóðum yfir þóftu sinni svo nefnda
sjóferðamannsbæn. Þegar bæninni var Iokið, signdu þeir
yfir þóftuna og settu síðan upp höfuðfötin. Þá hrundu
þeir skipinu nær flæðarmáli og leituðu lags. Stundum
varð að bíða lengi eftir lagi, ef sjóveður var vont. En í
lágdeyðum var skipinu undir eins ýtt á flot, þegar lokið
var að lesa sjóferðamannsbænina. Jafnskjótt og formað-