Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Síða 80

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Síða 80
174 I.ifandi kristindómur og ég. IÐUNN narraði sjófarendur til að fara upp á sig, því að þeim sýndist þetta vera grasigróin eyja í hafinu. En undir eins og hinir ólánssömu landnemar voru komnir upp á þennan óskapnað, rendi hann sér til botns með alla áhöfnina. Eg heyrði sagt, að þetta hefði komið fyrir. Katthvelið morraði í hálfu kafi undir sjávarskorpunni, nuddaði sér upp við skipin og mjálmaði eins og köttur. Léttir flaug í loftinu og grandaði skipum með því að slöngva sér upp í þau. En það var líkn í þraut, að ský dró fyrir augu honum, um leið og hann hóf sig yfir sjávarflötinn. Hnúðurbakurinn hafði hnúð eða kryppu upp úr hryggnum og tortímdi öllu, sem hann kom auga á._ Taumi eða taumhvelið var og hættulegur stórfiskur. Um hann vissi ég það eitt, að hann hafði hvíta tauma ein- hvers staðar í námunda við skoltinn. Sum illhveli lágu í leyni fyrir skipum neðan undir yfirborði sjávarins og létu þau skríða yfir sig. En í sömu andrá og kjölurinn rann upp á hrygginn á þeim, sporðstungu þau sér, svo að skipið sentist hátt í loft upp og öll áhöfnin druknaði. Baulhvelið öskraði eins og graðungur. Öskri þessa dularfulla sæbúa fylgdi svo lokkandi seiðmagn, að kýr, sem til hans heyrðu, heilluðust og æddu viti sínu fjær í sjóinn. Miðaldra fólk mundi vel, að þetta hafði einu sinni komið fyrir í Suðursveit. Sveifarfiskurinn hafði risavaxið bægsli eða blöðku upp úr bakinu. Blöðk- unni lamdi hann sitt á hvað, þegar vígamóður var í honum, svo að sjórinn gusaðist alla vega út frá honum. Hann grandaði skipum með þeim hætti, að hann sveiflaði blöðk- unni inn yfir borðstokkinn. Síðan svelgdi hann alla áhöfnina.. Það bar eitt sinn til í Suðursveit á æskuárum föður míns, að skip það, sem hann reri á, sat að fiski inni í hvalavöðu mikilli. Undir sólarlag tóku skipverjar að gera upp færi sín. Síðan reru þeir í land í hægðum sínum..
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.