Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Qupperneq 80
174
I.ifandi kristindómur og ég.
IÐUNN
narraði sjófarendur til að fara upp á sig, því að þeim
sýndist þetta vera grasigróin eyja í hafinu. En undir
eins og hinir ólánssömu landnemar voru komnir upp á
þennan óskapnað, rendi hann sér til botns með alla
áhöfnina. Eg heyrði sagt, að þetta hefði komið fyrir.
Katthvelið morraði í hálfu kafi undir sjávarskorpunni,
nuddaði sér upp við skipin og mjálmaði eins og köttur.
Léttir flaug í loftinu og grandaði skipum með því að
slöngva sér upp í þau. En það var líkn í þraut, að ský
dró fyrir augu honum, um leið og hann hóf sig yfir
sjávarflötinn. Hnúðurbakurinn hafði hnúð eða kryppu upp
úr hryggnum og tortímdi öllu, sem hann kom auga á._
Taumi eða taumhvelið var og hættulegur stórfiskur. Um
hann vissi ég það eitt, að hann hafði hvíta tauma ein-
hvers staðar í námunda við skoltinn. Sum illhveli lágu
í leyni fyrir skipum neðan undir yfirborði sjávarins og
létu þau skríða yfir sig. En í sömu andrá og kjölurinn
rann upp á hrygginn á þeim, sporðstungu þau sér,
svo að skipið sentist hátt í loft upp og öll áhöfnin
druknaði. Baulhvelið öskraði eins og graðungur. Öskri
þessa dularfulla sæbúa fylgdi svo lokkandi seiðmagn,
að kýr, sem til hans heyrðu, heilluðust og æddu viti
sínu fjær í sjóinn. Miðaldra fólk mundi vel, að þetta
hafði einu sinni komið fyrir í Suðursveit. Sveifarfiskurinn
hafði risavaxið bægsli eða blöðku upp úr bakinu. Blöðk-
unni lamdi hann sitt á hvað, þegar vígamóður var í honum,
svo að sjórinn gusaðist alla vega út frá honum. Hann
grandaði skipum með þeim hætti, að hann sveiflaði blöðk-
unni inn yfir borðstokkinn. Síðan svelgdi hann alla áhöfnina..
Það bar eitt sinn til í Suðursveit á æskuárum föður
míns, að skip það, sem hann reri á, sat að fiski inni í
hvalavöðu mikilli. Undir sólarlag tóku skipverjar að gera
upp færi sín. Síðan reru þeir í land í hægðum sínum..