Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Page 87
IÐUNN
Heimskautafærsla.
181
jökulminjar frá permtímabilinu í Ástralíu, Vestur-Indlandi,
Suður-Afríku og jafnvel í Suður-Ameríku séu allar frá
sama tíma. Þetta er svo stórt svæði, að jafnan yrði eitthvað
af því nærri hitabelti jarðar eða í því, hvar sem suður-
heimskautinu væri ætlaður staður. Áftur á móti er álitið,
að á sama tíma hafi verið heitt loftslag í Norður-
Ameríku, andspænis miðbiki þessa svæðis, þar sem ætla
yrði að norðurheimskautið hafi verið. Sérstakur burkna-
gróður (Glossopteris-flora) er nátengdur jökulminjum
allra þessara landa. Af því álykta menn, að þær séu frá
sama tíma. Það má segja eitthvað líkt um það og próf.
Fr. Nansen segir um jarðmyndanir frá tertiertímabilinu.
En honum farast þannig orð: »Eg sé ekkert því til fyrir-
stöðu, ef heimskautin hafa á annað borð færst nokkuð,
sem um munaði, að þau hafi tímans vegna getað færst
aftur og aftur langar leiðir á tertiertímabilinu. Heim-
skautin hafa því getað verið á öðrum slóðum, er jarðlög
með steingervingum frá tertiertímabilinu mynduðust á
Nýju-Síberíueyjum, en er lík jarðlög mynduðust í Japan
og fleiri stöðum. Það er auðsætt, að jurtir, en þó eink-
um dýr, hafi átt hægt með að færa sig af einum stað
á annan, eftir því sem heimskautið færðist og loftslag
breyttist. Við það hafa jurtir og dýr getað sett sama
svip á jarðmyndanir frá mismunandi tímum*.1) Þetta á
ekki síður við um jarðmyndanir frá permtímabilinu, því
þar er um feiknalangan tíma að ræða. Jarðmyndanirnar
geta því verið mjög misgamlar, frá ýmsri heimskauta-
stöðu, þó að þær séu líkar útlits. Jökulminjarnar sanna
þá ekki annað en það, að stór svæði í hitabeltinu hafi
hulist jöklum alla leið út í sjó. Hafi nú slík ísöld í hita-
belti jarðar ekki stafað af heimskautafærslu, — heim-
skautin hafi verið þar, sem þau eru nú, — er varla
hægt að verjast þeirri hugsun, að jörðin hljóti þá að
hafa hulist öll ísi, svo að mest alt líf hafi horfið af henni.
En Ieifar jurta og dýra, sem lifað hafa fyrir og eftir
þessa ísöld hitabeltislandanna, sýna, að svo hafi ekki
verið. Jökulminjar hitabeltislandanna styðja þess vegna
1) Paa ski over Grönland, bls. 680.