Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 97
IÐUNN
Or hugarheimum.
191
hægt að setja sér það takmark að verða rikur. Margir
ná því, en glata oft öðrum verðmætum um leið. — Það
er hægt að setja sér það takmark að verða frægur.
Margir ná því, en verða stundum sverð og svipa síns
eigin lands, af því þeir leita frægðarinnar á röngum
brautum. — Það er líka hægt að setja sér það mark
að lýsa upp hornið sitt, og ég þekki þess engin dæmi,
að slíkt takmark hafi svikið. — Það gerir hinn óeigin-
gjarni starfsmaður. Það gerir móðirin, sem annast börn
sín og heimili. — Það gerir hugsjónamaðurinn, sem berst
fyrir hugsjón sinni, og það gerir listamaðurinn, sem ann
Hstinni.
Það er til gamalt orðtæki, sem heitir að „gera garðinn
hægan“. — Þið, sem búið dreifð í býlum þessa héraðs;
getið þið sett ykkur nokkurt mark göfugra en það, að gera
garðinn frægan? Getið þið sett ykkur nokkurt göfugra
mark en það að lýsa upp hornið ykkar? Gera ,hýbýlin
þægilegri, túnin frjórri og þúfurnar færri? Eg veit
ekki hverju þið viljið svara, en hugsið um þetta. Það
geta ekki allir orðið frægir fyrir skáldverk, auð eða
Hstir, en það geta allir aukið hróður þjóðarinnar með
því að hugsa um að gera garðinn frægan. — Lindin, sem
sprettur upp í urðinni, á þátt í að mynda stóra fljótið.
Bæirnir — fólkið, sem er dreift um bygðir þessa lands,
er uppspretta þjóðarinnar. — Eflist sú hugsjón að gera
garðinn frægan, þá er landinu lyft. Við verðum flest að
sætta okkur við það í tilverunni að lýsa upp hornið
okkar. Stóru ljósin eru fá á hverri öld með þjóðunum.
— Þar í liggur líka uppspretta gæfunnar: að líta nær
sér. Meta sjálfan sig og starf sitt, og rækja það eftir
getu.
Ég get heldur ekki stilt mig um að minna á fyrir-
heitið, sem er huggun allra þeirra, er finst sinn sess lágur:
»Vfir litlu varstu trúr, — yfir mikið mun ég setja þig«.
Ég hefi rætt hér um löngun manna til að afla sér
fjár og frægðar. Og ég hefi sett fjáröflun skör lægra en
frægðarleit, en frægðarleitina hefi ég sett feti neðar en