Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 85

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 85
IÐUNN Nýjar bækur. I. Ljóð. Davíð Stefínsson frá Fagraskógi: Ný kvæði. Jón Magnússon: Hjarðir. Pétur Pálsson: Burknar. Sigurjón Guðjónsson frá Vatnsdal: Ský. Jóhann Frímann: Mansöngvar lil miðalda. Jóhannes úr Kötlum: Álftirnar kvaka. Guðmundur Friðjónsson: Kveðlingar. Guðrúti Jóhannsdóttir frá Brautarholti: Tómsfundir. Ljóðabækur þessar, sem skráðar eru hér að ofan, hafa allar komið út nú í haust, og bera þaer vott um það, að ekki fækkar ljóðskáldunum með oss íslendingum, enda er það sízt að lasta, þó að menn yrki ljóð. Þrátt fyrir annir og aukinn hraða í lífinu virðast menn enn hafa tíma og löngun til að lesa ljóð, enda eru þau eða geta a. m. k. verið sá »samanþjappaðasti« skáldskapur, sem til er, ef svo mætti að orði komast. Ein vísa eða kvæði getur brugðið snöggu birtuleiftri yfir mannlegt hugar- ástand, mannlífið eða náttúruna, en til þess, að svo geti orðið, verður hún að vera þrungin »stemningu«, bregða upp skýrum og ógleymanlegum myndum eða töfra með söngvaklið og sálarlegri fegurð, — verður að hafa lifað í sál skáldsins, svo að hún megi síðan lifa í sálum les- endanna. Hin eiginlega skáldlega sýn yfir náttúruna er á þá leið, að gæða hina »dauðu« náttúru lífi, helzt mannlegu lífi og látbragði, en líkja aftur á móti mann- legu sálarlífi og tilburðum við fyrirbrigði náttúrunnar: ^Kveldmáninn starir á haustbleikar hæðir«, eins og eitt 'slenzka skáldið segir, en reiði manna ,,ólgar“ sem brim- fót, og viljinn er ýmist sterkur sem stál eða veikur sem strá. — Því meira sem er af þessu tvennu, persónu-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.