Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 90

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 90
412 Nýjar bækur. IÐUNN þegar honum tekst upp. Og óneitanlega hvílir einhver töfrabjarmi yfir mörgu því, er hann yrkir. Guðmundur hefir auðvitað leyfi til að hafa sínar skoðanir á mönnum og málefnum, en betra hefði það verið fyrir orðstír hans, ef hann hefði sleppt hinu ógeðslega og rangláta níðkvæði um Lenin (»Fráfall harðstjóra«). Hvað sem annars má um Lenin segja, er það víst, að honum gekk gott til verka sinna. Kvæðið hefir enn fremur nauðalítið skáldlegt gildi. Af fallegum kvæðum í »Kveðlingum« má t. d. nefna: »Til griðastaðar«, »Erlingur Skjálgsson* og »Sveinbjörn Gunnlögsson«, að ógleymdri »Ekkjunni við ána«, sem tekin er hér upp úr fyrsta kvæðasafni höf.: »Ur heimahögum«. »Tómstundir« eftir Gudrúnu Jóhannsdóttur frá Braut- arholti er fyrsta bók höf., enda má sjá á henni byrjenda- mörk. En slíkt er engin furða, einkum ef athugaðar eru aðstæður höf. Vrkisefnin eru að vísu fábreytt, en inni- leiki skáldsins er augljós og næm tilfinning þess fyrir öllu fögru og góðu; kvæðin bera vott um hreina og góða sál. Þau eru aðlaðandi í öllu sínu yfirlætisleysi, og víða í þeim eru skáldlegir glampar, einkum í þulunum. Smá- kvæði eins og t. d. »Vetrarnóttin«, »Vorið« og »Við fótskör Guðs« eru einkar-snotur, en stærri kvæðin hafa heppnazt miður. — Vfirleitt má segja, að ljóða-uppskeran nú í haust sé um fram allar vonir að vöxtum, en mjög eftir vonum að gæðum- Jakob Jóh. Smári. II. Sögur. Friðrik Asmundsson Brekkan: Saga af Bróður Ylfing. Ut- gef. Þorst. M. Jónsson. Akureyri. Jakob Thorarcnsen: Fleygar stundir. Prentsm. Acla. Rvík. Davíð Þorvaldsson: Björn formaður og fteiri smásögur. Prentsm. Acta. Rvík. Guðmundur Gíslason Hagalín: Guð og Iukkan. Útgef. Þorst- M. Jónsson. Akureyri. Háttvirtur greinarhöfundur, sem skrifar hér að framan, virðist frekar ánægður með ljóða-uppskeruna í haust.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.