Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 98

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 98
420 Nýjar bækur. IÐUNN Að öllu samanlögðu er ekki svo lítill fengur í þessari bók. Hagalín er duglegur rithöfundur, og hann er á upp- leið. Stíll hans er orðinn léttari og aðgengilegri síðan hann skrifaði Veður öll válynd, og hann tekur nú fastari tökum á efninu en hann gerði í Brennumönnum. Dropar heitir rit, allstórt, sem frú Guðrún J. Erlings hefir gefið út, og er það ritað af konum eingöngu. Inni- hald ritsins er skáldskapur, baeði í bundnu máli og ó- bundnu. Eigi færri en fjórtán kvenrithöfundar koma þar fram á sjónarsviðið, sumar þektar að vísu, en meiri h.lut- inn algerlega ný nöfn. Sýnir það að konurnar vrkja engu síður en karlmennirnir. Fjöldi kvæða er þarna, misjöfn nokkuð að gæðum, en flest vel ort og nokkur einkar hugljúf. Af sögunum er »Sigrún« eftir Svanhildi Þorsteinsdóttur athyglisverðust. Efnið er ekki nýtt eða sérlega merkilegt, en það er tekið á því með skilningi og án hleypidóma, frásögnin er föst og látlaus og stíll- inn fágaður, eins og hér væri þaulæfður rithöfundur á ferð. Minnist eg þó ekki að hafa séð neitt eftir þenna höfund fyr, svo þarna er einkar laglega af stað farið. En dóttir Þorsteins Erlingssonar á heldur ekki langt að sækja rithöfundar-hæfileikana. Heftið er prýtt fjölda mynda, og hafa ýmsir af okkar ágætustu listamönnum lagt þar hönd að verki. Allur ytri frágangur ritsins er svo prýðilegur, að slíks munu fá eða engin dæmi hér á landi, og er það jafn-fagur vottur um smekkvísi útgefanda og vinnubrögð prentsmiðjunnar. — »Dropar« sóma sér vel á hverju jólaborði. Á. H.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.