Kirkjuritið - 01.09.1949, Síða 36
194
KIRKJURITIÐ
hefir verið. Og það er hið margvíslega starf meðal oln-
bogabarna lífsins, sem feginsamlega tækju á móti hjálp
okkar.
Ég veit það ofur vel, að mikið starf er unnið fyrir
olbogabörn mannlífsins, bæði af lærðum og leikum. Og
það er ekki gert til að vanþakka allt það mikla og fórn-
fúsa starf eða af þvi, að ég vanmeti það, að ég segi þetta
hér, heldur þvert á móti. En því vil ég þó halda fram,
að það starf hefir ekki verið skipulagt frá kirkjunnar
hálfu sem skyldi.
I skýrslu biskupsins í gær voru talin upp, að mig
minnir 17 prestaköll, sem óskipað væri í. 1 mörgum þeirra
eru settir prestar, og eru því sem skipuð væri, en hin
njóta þjónustu nágrannapresta. En það eru fleiri presta-
köll en þessi, sem óskipað er í og fá einungis þjónustu frá
nágrannaprestum. Það er prestakallið Fangahjálp og vand-
ræðamanna. Það er prestakallið andlegur stuðningur
drykkjusjúkra. Það er prestakallið Blindrahjálp, sjúkra
manna í heimahúsum og loks prestakallið öryrkjar á
bezta- aldri. Það getur ekki orkað tvímælis, að hvert
þessara prestakalla hefir fullkomna þörf fyrir starfs-
krafta eins góðs og fullkomins prests með hagnýta hæfi-
leika til sálgæzlu. Félagið Fangahjálp hefir verið stofnað
fyrir atbeina góðra og göfugra manna. En auk fanganna
er til fjöldi vandræðamanna, allt frá börnum til fullorð-
inna, sem kristin sálgæzla gæti vissulega hjálpað og bætt
á ýmsan veg. Afstaðan til forfallinna drykkjumanna hefú’
nú á síðari árum færzt yfir í það form, að í stað þess að
lita á þá með fyrirlitningu sem mannlega ræfla, þá er
nú farið að skoða þá sem sjúklinga, er þurfa læknis við.
1 þessu starfi gætu prestarnir orðið að miklu liði. Þeii’
gætu orðið einskonar ráðunautar og forystumenn hinna
mörgu sjálfboðaliða, sem helguðu sig óskiptir þessu starfi,
auk þess sem þeir fyrst og fremst væru traustir holl-
vinir og hjálpendur slíkra ógæfumanna. Hversu þjóðnýtt
starf gæti presturinn ekki unnið, sem ætti til þess köllun,