Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1949, Page 90

Kirkjuritið - 01.09.1949, Page 90
248 KIRKJURITIÐ hundraðshluti sóknarmanna skyldi að meðaltali sækja kirkju til prestsins síns árlega í sveitum landsins? o. s. frv.“ Þannig kemst þessi gáfaði dómari að orði, og þykir mér honum skeika undarlega í rökvísinni, er hann fer að bera saman kirkjusókn í sveitum landsins og kjörfundasókn. Hér er þó ólíku saman að jafna. Fyrst og fremst fara kosningar að jafnaði ekki fram nema fjórða hvert ár. Þarf því „árleg“ kirkjusókn engan veginn að vera 80—90% til að jafnast á við kjörfundasóknina. í öðru lagi keppa að jafnaði margir flokkar um völd í kosningum, og hefir þá hver þeirra sína atkvæðasmala og bíla á kjördegi til að drífa fólkið af stað og sækja það á kjörstað, nærri því hvort sem það vill eða vill ekki. Engan slíkan gauragang setja kirkjurnar af stað. Menn eru gersamlega sjálfráðir um það, hvort þeir koma til kirkjunnar eða ekki. Þeir fara algerlega eftir eigin hvöt og hentugleikum. Samt er ég ekkert hræddur við samanburðinn. Ég hygg, að það sé alveg ugglaust, að víðast hvar í sveitum mæti 80—90% safnaðarins ekki aðeins á hverjum fjórum ár- um heldur árlega og iðulega sé kirkjusókn miklu meiri. Það er meira að segja miklu algengara en höfundinn grunar, að kirkjugestir í sveitum samsvari fjórðungi til þriðjungi allra safnaðarmanna við hverja messu. Svo að enda þótt stjórnmál séu nú mikil trúarbrögð með þjóðinni, efast ég um, að póli- tískir fundir og jafnvel kjörfundir yrðu nokkuð betur sóttir er til lengdar léti en messur, fengju allir að vera sjálfráðir ferða sinna, og þeir væru haldnir jafn oft. Samanburðurinn er því út í hött. Það er eins og sumum mönnum geti aldrei dottið annað í hug, en að fólksfæð við messur hljóti að stafa af dugleysi og andlegum ræfilsskap prestanna. Ég er svo sem ekki að halda því fram, að vér, íslenzkir prestar, séum svo sem nokkrir skörungar eða gáfna- ljós. En sennilega erum vér sízt verri að meðallagi en stéttar- bræður vorir í öðrum löndum og naumast miklu lakari upp og ofan en oft fyrri. Messuföllin í sveitunum koma yfirleitt af allt öðrum ástæðum en að prestar séu mikið aumari nú en áður eða fólk vilji ekki gjarnan koma til kirkju. Það er hin harða lífsbarátta í fámenni og einangrun sveitarinnar, sem kemur ekki sízt til greina. Langflestir eru orðnir ein- yrkjar, sem hlaðnir eru störfum frá morgni til kvölds, helga
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.