Kirkjuritið - 01.10.1972, Side 28

Kirkjuritið - 01.10.1972, Side 28
218 og gengið um þögla grunna, þó heyf' ir maður tíðum hvíslað í hinu sól- heita, hellenska logni orðum, sem penni þessa manns festi á blað handa þeim vinum og andlegu börnum, sem hann eignaðist þar. Og yfir hvíta marmarahlöðin líða myndir, sem hug- ur laðar fram. Ég stóð þar á torginu forna, sem Páll var frammi fyrir Gallíon land- stjóra. Ég sá í huganum hið marglh0 mannlíf þessarar auðugu borgar. Ég horfði upp til háborgarinnar, sem gnœfir yfir og ber við himin sjálfaH- Þar uppi var eitt hið mesta og glcest- asta hof, helgað Afrodítu, einn hinnö frábœru ávaxta listrœnnar gáfu, en um leið umgjörð um dýrkun, sem fól í sér dýpstu niðurlœgingu mann- eskjunnar. En þetta virki grískrar heiðni hefur ekki verið árennilegt a að sjá, þegar það stóð fyrir augum Páls í allri sinni prakt. Hvernig gat einum litlum Gyðing1 komið til hugar að leggja til atlög1' hér? Þessi spurning leitaði oft á, bceð' í Korintu og í Aþenu. Ég hef átt dýrmœtt sálufélag suma þá, sem settu spakan skáldskap og skáldlega speki á bœkur forðum daga suður þar og mœltu fegurst á tignustu tungu Evrópu. En það v°r Páll, sem alltaf var nœstur mér, þessl langferðamaður austan úr Júðalandh sem hripaði niður nokkur bréf á hlaup- um, orðsendingar, afgreiddar með hraði af sérstökum tilefnum, án nokk- urs þanka í þá átt, að hann vcerl með bréfagerðum annað að gera en að svara kalli oq þörf hverfuls augna" bliks. Á

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.