Kirkjuritið - 01.10.1972, Page 33

Kirkjuritið - 01.10.1972, Page 33
Sr. Sigurður Pólsson hefur verið svipsterkur og litríkur fulltrúi stéttar sinnar, manna mœlskastur og jafnan Vekjandi í viðrœðum. Kirkjunnar mað- Ur og elskhugi hefur hann verið fró Ungum aldri og með órunum orðið einn fróðastur manna hérlendis í ýms- Urn kirkjulegum frœðum, einkum í '^órgískum efnum. Þá hefur sr. Jón Thorarensen, sókn- arprestur í Nesprestakalli, sótt um °9 fengið lausn frá 1. ágúst n.k. að telja. Sr. Jón er fœddur 31. október 1902, lauk guðfrœðiprófi 1929, vígðist til ^ronaprestakalls vorið 1930 og þjón- aði þar í rúman áratug, unz honum Var veitt Nesprestakall í ársbyrjun 1941, Sr. Jón er glœsimenni 1 sjón og skörulegur prestur, bœði í rœðustóli °9 fyrir altari. Hann er ritfœr vel °9 hefur m.a. gefið út skáldsögu °9 vinsœlt þjóðsagnasafn. ^ér þökkum þessum brœðrum mik- '' °9 virt störf á löngum embœttis- erii og biðjum þeim og ástvinum Peirra blessunar Drottins. Prestar iárir guðfrœðikandidatar hafa tekið Prestsvígslu á árinu. ^unnar Kristjánsson vígðist 5. sept- ernber, settur sóknarprestur í Valla- nessPrestakalli frá 15. ágúst. Hann lg ^®ádur á Seyðisfirði 18. janúar sonur hjónanna Kristjáns Gunn- arssonar, skipstjóra, og konu hans, Emmu Guðmundsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskóla Reykja- víkur 1965 og embœttisprófi í guð- frœði 1970. Kona sr. Gunnars er Anna Mar- grét Höskuldsdóttir. Sigurður Sigurðarson vígðist i Skál- holti af föður sínum 19. desember, skipaður sóknarprestur í Selfosspresta- kalli frá 1. desember, þar sem hann tók við af föður sínum. Hann er fœddur í Hraungerði 30. maí 1944, sonur hjónanna sr. Sigurðar Pálsson- ar, vígslubiskups, og Stefaníu Giss- urardóttur. Hann lauk studentsprófi frá MR 1965 og embœttisprófi í guð- frœði haustið 1971. Sr. Sigurður er ókvœntur. Sr. Úlfar Guðmundsson vígðist 12. marz, settur sóknarprestur í Ólafs- fjarðarprestakalli, Eyj. Hann er fœdd- ur í Reykjavík 30. október 1940, son- ur hjónanna Guðmundar Gnmssonar, húsgagnasmiðs, og Stefaníu Runólfs- dóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1961 og embœttisprófi í guð- frœði í janúar 1972. Kona sr. Úlfars er Freyja Jóhanns- dóttir. Sr. Einar Jónsson vígðist 11. þ.m., skipaður sóknarprestur í Söðulsholts- prestakalli, Snœf.- og Dalapróf. Hann er fceddur 1. apríl 1941 að Kálfafellsstað í Suðursveit, sonur hjónanna sr. Jóns Péturssonar, pró- fasts, og Þóru Einarsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1961 og em- bœttisprófi í guðfrœði 1969. Kona sr. Einars er Jórunn Odds- dóttir. 223

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.