Kirkjuritið - 01.10.1972, Side 50
vakti forvitni mína. Það er mikilvœgt
fyrir þann, sem vill vera kristinn,
að hann hugsi um framtíðina.
Frá íslandi skulum við heyra, hvað
ÁSDÍS EMILSDÓTTIR hefur að segja:
— Það hefur örugglega verið Guðs
vilji, að ég fœri hingað, því að í
fyrstu virtist alveg ókleift fyrir mig
að komast, t.d. vegna kostnaðar. Mig
langaði til þess að fara, ég var viss
um, að mótið gœti orðið til þess,
að ég uppbyggðist í trúnni á Guð
og ég kynntist trúuðu fólki frá öðr-
um löndum. Nú er ég hingað komin
fyrir handleiðslu Guðs, og vonir min-
ar um mótið hafa svo sannarlega
ekki brugðizt, því Guð hefur staðið
við fyrirheit sitt: ,,Því að hvar, sem
tveir eða þrír eru saman komnir í
mínu nafni, þar er ég mitt á meðal
þeirra".
Og hér er BERIT HOGENSTADT,
snaggaraleg 17 ára menntaskóla-
stúlka frá Stavangri.
— Hvers vegna komst þú á þetta
mót?
— Meðal annars til að komast í
betra samband við Guð og hitta
brœður og systur í trúnni. Það er
gott að vera með kristnu œskufólki.
— Ertu í skólafélagi í Stavangri?
— Ekki í skólafélagi, en œsku-
lýðsfélagi. í því eru um 100 félagar
og 6 þeirra eru hér á mótinu. Heima
höfum við þrenns konar fundi, venju-
lega fundi á föstudögum, á laugar-
dögum komum við, einnig saman og
má geta þess, að við erum með
litinn sönghóp, og eru lögin samin
af félögunum sjálfum. Á sunnudög-
um höfum við svo persónulegar við-
rœður.
Við þökkuðum samtalið. Og a^
lokum koma hér tveir Svíar. Annar
heitir INGVAR ERIKSON frá Veddig_e=
— Ég vœnti þess að fá svör
ýmsum spurningum, sem hafa ásótt
mig, og ég hef fengið þau. Sam-
band mitt við Guð var ekki gott
um tíma, mér fannst ég vera lang1,
niðri, en hér hefur það lagazt.
— Starfar þú í kristilegu skólO'
félagi?
— Já, við höfum helgistundir í frlý
mínútum í skólanum, sem ég er '<
og við mœtum ekki andspyrnu, krakk-
arnir eru fremur aðgerðarlaus í Þvl
efni.
Hinn Svíinn er MATS JOHANSON*
einnig frá Veddige í Vestur-Svíþi0®’
— Ég kem til að vera innan urn
annað kristið fólk, styrkjast í trúnnL
nálgast Jesúm, og heyra Guðs °r®
útskýrt. Þetta er í annað skipti, sem
ég er á þessu móti, í fyrra var Þa^
í Svíþjóð.
Og þannig gengur mótið: Vinur seg-
ir vini frá, trúin er rœdd fram °9
aftur, — efasemdir koma upp, e°
yfirleitt fer það svo, sem betur fer'
að Guð fœr talað á þann hátt Þ
manna, að þeir sjá hjálprœði í nafn1
Jesú Krists. Þvl hann er í gaer °9
í dag hinn sami og um aldir, "ý
hann megnar að snúa mönnum fra
villu síns vegar á hinn eina ve9'
sem liggur til lífsins.
240