Jörð - 01.05.1945, Blaðsíða 5
JÖRÐ
3
SIGURÐUR NORDAL:
DANIR OG KONUNGUR ÞEIRRA
------★------
Grein þessi er að mcstu leyti
santhljóða útvarpsræðu 26.
sept. 1944.
ISLENDINGAR hljóta að
finna, að jrekking þeirra á
Norðurlandaþjóðunum er yfir-
leitt í brotum og heldur þoku-
kennd. Mér er t. d. ókunnugt um, að nokkur íslendingur hafi
lagt stund á finnsku að marki. Einstöku skáldrit, þýdd úr
sænsku, framar öllu nokkur kvæði Runebergs, eru helztu
heimildir, sem okkur eru tiltækar um land hinna þúsund
vatna og þær tvær þjóðir, sem byggja það. Kynni íslendinga af
Svíum hafa aukizt heldur á síðari árum og verið mjög ánægju-
leg, en fullyrða má, að skilningur okkar á þeirri merkilegu og
að mörgu leyti torræðu þjóð risti mjög grunnt. Um Norðmenn
vita margir íslendingar ósköpin öll úr fornsögunum, en miklu
minna um örlög þeirra síðan, og sannast að segja er ekki ein-
ungis fjörður á milli okkar og þessara frænda, heldur siglinga-
tálmar í þeim firði, — talsverð fáfræði og rígur á báða bóga,
sem þyrfti að eyða, áður en samskiptin geti komizt í rétt horf.
En eina Norðurlandaþjóðina, Dani, þykjast íslendingar víst
þekkja fullvel. Að minnsta kosti væri synd að segja, að þeir
hafi ekki átt kost á að kynnast henni allmjög síðustu fjórar til
finmi aldirnar. Samt liggur mér við að lialda, að í alla þá þekk-
mgu sé ofið að því skapi meira af vanskilningi sem tengslin
hafa verið nánari og margvíslegri. Þetta er alveg eðlilegt.
Danir liafa snúið að okkur sérstakri lilið og að jafnaði ekki
liinni geðfelldustu, og við höfurn haft hin verstu skilyrði til
þess að meta þá af hlutleysi og sanngirni. í skiptum Dana og
Islendinga hefur dalur mætt hóli og krókur komið á rnóti
bragði, en deilur eru ekki vænlegastar til gagnkvæmrar þekk-
ingar. Um Dani hefur verið talað og ritað margfalt meira á
Islandi á síðustu öldum en nokkura hinna Norðurlandaþjóð-