Jörð - 01.05.1945, Blaðsíða 16
14
JÖRÐ
ÞÓRÐUR SVEINSSON, prófessor:
FORSETAFRÚIN
------★--------
MEÐ stofnun hins íslenzka lýðveldis 17. júní 1944 eignuðust
íslendingar sinn fyrsta f'orseta. En sagan er ekki öll sögð
með því. Við hlið hans stóð forsetafrúin, og án hennar væri
þjóðin að fátækari-
Slíkri stöðu fylgir ekki aðeins mikill vegur heldur og mikil
ábyrgð. Sá sess er ekki auðskipaður. Enda hefur það verið ís-
lendingum gæfa, að jafn ágæt kona og frú Björnsson skyldi
verða þeirra fyrsta forsetafrú.
FRÚ BJÖRNSSON er af dönsku bergi brotin. Og má minn-
ast þess til gamans, að fyrsta drottning Noregs var og dönsk.
Erú Björnsson konr fyrst til íslands á unga aldri. Systir lienn-
ar var hér búsett, kona Lunds apótekara. Faðir þeirra systra
var justitsráð Hoff-Hansen, apótekari í Hobro, höfðinglund-
aður maður, stórbrotinn, örlátur og alþýðlegur. Hann kom hér
tvisvar til landsins og varð mjög gagntekinn af því. Sérstaklega
dáðist hann að íslenzku hestunum og fór daglega í útreiðartúra,
bæði þegar hann dvaldist hér í Reykjavík og eins í Danmörku,
því að hann flutti tvo reiðliesta með sér út.
Er þau hjónin settust hér að, nýgift, varð frú Björnsson vel
til vina. Hlýtt viðmót og tryggð er henni í blóð borið, enda
hefur mikið á það reynt í vandasömu starfi. Og munu margir
minnast hennar með hlýleik og þakklæti frá liðnum Hafnar-
árum, en þar var hún í mörg ár, sem kunnugt er, sendiherra-
frú. Margir munu þeir, sem liafa leitað til hennar í erfiðleik-
um, og hvers manns vandræði er hún fúsust að leysa. Enda var
orð á gert og því viðbrugðið, hve rausnarleg og gestrisin hún
væri.
Það er því enginn viðvaningur, sem varð okkar fyrsta forseta-
frú, heldur reynslurík kona, flestum kostum búin. Heimilið á