Jörð - 01.05.1945, Síða 18
16
JÖRÐ
BJÖRN SIGFÚSSON, háskólabókavörður:
RASK OG RAFN
★
UMARIÐ 1813 bjó á Reynivöllum í Kjós Árni prestur
O Helgason. Það var seint á árum Napóleonsstyrjalda, og
liafði Danaveldi og þar með Island þolað af þeim þungar bú-
sifjar. Siglingar frá Danmörku voru strjálar og örðugar. Ferð-
uðust því ekki fleiri á milli en þeir, sem nauðsynin rak. En
livar, sem gest bar að garði á íslandi, langt eða skammt að kom-
inn, spurðu menn hann tíðinda af nákvæmni, því að hvorki
var útvarp né blöð. Dag einn bar gest í blað á Reynivöllum og
kvaðst vera úr Vestmannaeyjum. Maðurinn var pervisi einn,
grannleitur, nærri hvítur á hár og eigi þróttlegur, klæddur
])eysu og var í mórauðum togsokkum og lét hattkúfinn slúta.
Árni prestur spurði fregna úr Vestmannaeyjum, innti eftir afla
og mannslátum og vildi frétta af kunningjum sínum þar. Gest-
urinn mundi engan hlut af því, sem að var spurt. Og undraðist
séra Árni einfeldni hans. En komumaður tók þá að spyrja prest
um trúfræðileg atriði og lærdómsgreinar og bað útskýringa,
unz Árna tók að gruna margt. Og er hinn kvikeygi komumaður
varð þess var, sagði hann til nafns síns. Var þar kominn Rasmus
Kristján Rask frá Fjóni, vinur Árna frá stúdentsárum. Þar varð
fagnafundur. Enginn danskur maður annar hefði getað leikið
þennan leik á þeirri tíð, svo að málfæri þekktist ekki í neinu.
Þessi 26 ára stúdent var einn af gáfuðustu málamönnum, sem
heimurinn hefur alið. Þótt hann yrði skammlífur, urðu verk
hans langlíf, og eigi sízt urðu þau heilladrjúg íslendingum.
Rask fæddist 1787. Hann var kominn af almúgafólki á Fjóni
og var jafnan efnalaus, leið skort á stúdentsárum. Hann var
harðger að eðlisfari og gerðist þó brátt heiísuveill. íslenzkur
kaupmaður, sem hann kynntist í Hiifn, hafði undrazt íslenzku-
kunnáttu hans og boðið honum ókeypis með sér til landsins.
En er kom til Reykjavíkur, heimtaði kaupmaður af honum