Jörð - 01.05.1945, Qupperneq 21
JÖRÐ
19
próflestri við háskóla, en var starfsmaður háskólabókasafns frá
tvítugu til þrítugs, nema íslandsfararárin (síðar yfirbókavörð-
ur um stund), og nam þar tungumál og forn fræði, kunni að
lokum yfir 50 tungumál. Og þá stóð hugur hans allur til Aust-
urlanda. í reginfjöllum Asíu og Indíalöndum hugðist hann
finna einangraða þjóðflokka, sem hefðu varðveitt frumtungu
Aría á merkilegan liátt, sambærilega við íslendinga. Bækur
Rasks um norrænu gerðu hann að einum fremsta samanburð-
armálfræðingi í álfunni. En sú vísindagrein var afspringi róm-
antískunnar, sem þá stóð í blóma, og nátengd kynþáttarann-
sóknum og bæði raunsæjum og skáldlegum hugmyndum
manna um uppruna þjóðanna. Árið 1818 varð Rask prófessor
að nafnbót og var næstu 5 ár á ferð um Asíu með konungs-
styrk. 1825 varð hann sérstakur prófessor í Austurlandabók-
menntum og tungumálum við Kaupmannahafnarhaskola,
nærri launalaus að vísu og vann fyrir sér með aukakennslu. En
um það bil, sem heilsa hans var á enda, var hann skipaður
reglulegur málfræðiprófessor við háskólann. Síðan lézt hann
úr tæringu árið 1832, hálffimmtugur að aldri.
Hér er ekki rúm að rekja Asíuferðir hans, vosbuð, erfiði og
vonbrigði þeirra né árangur. En merkilegum bókum safnaði
Rask þar eystra, og eru þær geymdar í Kaupmannahöfn sem
helgir dómar, er Austurlandafræðingar og aðrir vísindamenn
hafa sótt ómetanlega vitneskju til. Rask auðnaðist ekki að
vinna úr þeirri þekkingu og skilningi, sem hann hafði eignazt
á ferðum sínum. Og þótti öllum ómetanlegt tjón að láti hans,
því að hann var einn hinna fágætu manna.
íslendingar vita að vísu, að liann var snillingur, en muna
betur, hver drengur hann reyndist þjóð okkar og tungu.
FJÓNBÚINN og Frónbúinn eiga ólík lönd, en bæði eru fá-
menn og bæði voru sægirtar smáeyjar í Danaveldi þa. Ein-
kennilega margir Fjónbúar voru íslandsvinir í Höfn a dögum
Rasks. Einna svipmestur í þeim hóp er Karl Kristjan Rafn,
sjö árum yngri en Rask og lézt á 70. ári, 1864, eftir athafnaríkt
hf. Rafn var einnig af alþýðufólki kominn, leiguliðum í
Brahesborg á Fjóni. Hann náði frama ungur. Hann lauk lög-