Jörð - 01.05.1945, Qupperneq 34
32
JÖRÐ
RAGNAR ÁSGEIRSSON:
DANMÖRK - LAND OG LÝÐUR
------★-------
DANMÖRK er lítið land, borið saman við hina íslenzku víð-
áttu, en þrátt fyrir smæð þess og liina frægu „flatneskju“
þróast þar svo margbreytilegt og fjölbreytt menningarlíf, að
ógemingur er að gera grein fyrir því í stuttri tímaritsgrein.
Það er ef til vill af því, að sá, er þetta ritar, hefur dvalið nokk-
urn hluta æfi sinnar í þessu fjarlæga, lága landi, kynnzt flest-
um landshlutum þar og fjölda fólks — og þykir vænt um land-
ið og þjóðina eftir þá kynningu — að.hann fellur fyrir freist-
ingunni og ber J)að við að reyna Jretta.
EG VAR í barnaskólanum í Reykjavík á árunum 1906—8, og
var kennd danska meðal annarra námsgreina. Þá var all-
róstursamt á milli íslendinga og Dana, pólitísk „uppköst" á
ferðinni og drjúgum deilt. íslendingar vildu víst flestir vera,
af okkur strákunum, og ég lief grun um, að Jretta hafi ráðið
nokkru um, hve slælega við sumir stunduðum dönsku-námið.
Eftir þriggja vetra nám lijá Morten Hansen sjálfum gat ég
ekki J)ýtt hina stuttu dæmisögu Esóps um hundinn og kjöt-
stykkið. Það var áreiðanlega ekki Morten Hansen að kenna, —
enda hristi Jressi sanni heiðursmaður sitt sérkennilega, sköll-
ótta höfuð yfir frammistöðu lærisveinsins. Landafræði Dan-
merkur þótti mér Jrá ekki öllu þýðingarmeiri en hið danska
tnngumál, en Hansen kenndi landafræðina líka og hristi líka
höfuðið í þeirn tímum.
Svo höguðu örlögin öllu svo skringilega, að um vorið eftir
skólauppsögn, er ég var á fjórtánda árinu, Jjá urðum við
Morten Hansen samferða til Danmerkur og mun hann ltafa
verið beðinn að líta eftir stráknum á leiðinni, ef með þyrfti.
Maísólin skein Jjví heitar, sem sunnar dró, og þegar kom suð-
ur í Skagerak og Kattegat sátum við Hansen saman á þilfarinu