Jörð - 01.05.1945, Side 50

Jörð - 01.05.1945, Side 50
48 JÖRÐ inn gaum. Verkstjórinn tók sér aftur stöðu við öldustokkinn, skipaði fyrir í lágum róm og sagði ekki eitt einasta stóryrði. Litlu síðar varð kaffihlé. Þá vék sér að mér mjög stórvaxinn og sterklegur maður, sem ég vissi, að var verkstjóri annars vinnuflokks. Ég hafði aldrei talað við hann áður. Hann horfði á mig, glotti við og sagði: „Heyrðu, varst þú með í heims- styrjöldinni?" Ég neitaði því, dálítið undrandi yfir spurning- unni, en í mestu einlægni. ,,Nú, mér datt það svona í hug. Þú ert fjandi herskár — og svona má ekki tala við þann gamla. — Þér verður sagt upp.“ „Þá er að taka því,“ svaraði ég. Hann hló. „Þetta gerir annars ekkert til,“ sagði hann svo, „ég skal koma öllu í lag aftur í kaffitímanum. Þegar við byrjum aftur, verður þér skipað að fara yfir í minn vinnuflokk." Ég hef sagt frá þessum árekstri hérna, vegna þess að liann er nokkuð einkennandi einmitt milli Dana og íslendinga: Við gátum ekki altaf stillt skapsmunina sem skyldi í framandi um- hverfi, skildum ekki þann, sem við áttum skipti við eða — eins og ég þarna — vildum ekki skilja hann, þegar okkur lannst við vera órétti beittir. Ég hygg, að margar óljúfar endur- minningar um samskiptin og ómildir dómar um Dani okkar á meðal hafi einmitt orðið til á þenna liátt. — Vinnufélagar mínir þarna tóku þessu á allt annan hátt: Þeir Iilógu sín á milli og sögðu „brandara" um „þann gamla“, en fóru sér annars hvorki hraðar né hægar, hvernig sem hann lét. Hitt var annað mál, að þeim var hjartanlega dillað yfir, að verk- stjórinn hafði orðið að láta undan. Þess unnu þeir honum allir, og ég varð afar vinsæll meðal þeirra þann tíma, sem ég vann með þeim. Sjálfur var ég alls ekki sem ánægðastur, þegar ég lmgsaði málið á eftir. Mér fannst, ég liafa ástæðu til að skammast mín og jafnvel að friðmælast við „þánn gamla“, þó að ég fengi mig nú ekki til þess. Ég átti að vera orðinn svo kunnugur og ver- aldarvanur að geta skilið, að orðbragð verkstjórans var — þegar á allt var litið — einungis ávani og auk þess hans einkamál. Jafnframt varð ég að kannast við, að hann var að gera skyldu sína, þegar hann skipaði fyrir — hann átti að skipa — ég að hlýða. Ég hafði því engan rétt til þess að segja honum að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.