Jörð - 01.05.1945, Qupperneq 58

Jörð - 01.05.1945, Qupperneq 58
56 JÖRÐ áttu, þar sem jaí'nan var við ofurefli að etja og í raun og veru einskis var svifist: Bændur urðu stöðugt að vera á verði gagn- vart ýmsum dulbúnum eða opinskáum tilraunum til að eyði- leggja atvinnurekstur þeirra, svo að hægt væri að flæma þá frá jörðunum og korna þeim í þýzkar hendur. Dæmi voru þess, að foreldrar væru svift réttinum til að ala upp börn sín af tylli- ástæðum einurn, til þess að börnunum yrði komið í þýzkar uppeldisstofnanir. Skólarnir voru reknir með því augnamiði að slíta liina uppvaxandi kynslóð úr tengslum við sögu og tungu feðranna — ríkiskirkjan tók í sama streng. Samkomu- frélsi og félagsfrelsi var eins takmarkað og unnt var á friðar- tímum, og yfirvöldin voru stöðugt á verði til þess að finna átyllu til að takmarka þetta frelsi ennþá meira, eða kæfa það með öllu. Lögreglan njósnaði svo að segja um hvern mann og hvert danskt heimili, og eitt aðalstarf hennar virtist vera að fá átyllu til að kæra menn í því skyni að fá þá dæmda í sektir, varðhöld, eða helzt af öllu — ef hægt var — að flæma þá úr landi. En Suðurjótar fundu ráð til að mæta þessu öllu — og þeir mættu því jafnaðarlega á þann hátt, að þeir báru hærra hlut og komu sterkari út úr hverri viðureign. Samtökum. jreirra og samhéldni hefur líka verið viðbrugðið, og forustumenn áttu þeir, sem alltaf voru reiðubúnir lil að leggja allt í sölurnar fyrir málstaðinn. Ég held, að einmitt glettnin og kímnin hafi verið eitt ör- uggasta vopn Suðurjóta í hinni löngu og þrautseigu baráttu — næst brennandi sannfæringu um rétt sinn. Þeir voru sannar- lega þykkjuþungir bardagamenn og ógleymnir. Þeir gátu látið allt — jafnvel lífið — til þess að tunga og menning feðranna yrði ekki útlæg af hinum fornu slóðum, til þess að börn þeirra gætu haldið áfram að eiga og erja þá jörð, sem hafði verið for- feðranna frá örófi alda. En gleði sína létu þeir aldrei. Hver við annan og í áheyrn ókunnugra gátu þeir jafnan gert að gamni sínu um hættur, ofsóknir og andstreymi. Ég held, að inér sé óhætt að fullyrða, að ég hafi ekki kynnzt glaðværari sonum og dætrum hinnar glaðværu dönsku þjóðar annars staðar en í Suðurjótlandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Jörð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.