Jörð - 01.05.1945, Qupperneq 62
60
JÖRÐ
óttaðist ég réttlæti þess guðs, sem ég naumast þekkti, ótt-
aðist yfirtroðslur sjálfs mín og eymd kirkjunnar.
Eitt kvöldið, — mér varð litið við, — livern heldurðu, að
ég liafi séð þarna í sveitakirkjunni hjá mér? — Þar sat liann
sjálfur með sveina sína á fremsta bekk! Og í einni svipan
kom andi Guðs yfir mig. Eg rétti úr ntér fyrir altarinu, eftir
því sem ég gat fyrir bjórvömb minni og óstyrkum fótum.
Ég fann, að nú á þessu augnabliki var ég, fyllirafturinn
meðal allra landsins dygðugu presta, ég einn var verðugur
þess að standa í musteri Ðrottins.
Svo lióf ég upp raust mína og þrumaði fram í kirkjuna
bölvun Guðs yfir þann, er með lygi og blóði upphefur sjálf-
an sig og fótum treður lítilmagnann og þykist sjálfur vera
Guð. Ég skók hnefana og hrópaði: „Yfir liann, guðníðing-
inn, bróðurmorðingjann, komi Guðs refsing og reiði að
eilífu.“
Svo staulaðist ég á bak við altarið og stóð þar riðandi á
fótunum. En sterkur í andanum.
Hamingjusamur! Líf mitt hafði l'undið tilgang. Vegna
Jjessarar einu stundar hafði ég verið í synd getinn, af sárustu
fátækt fæddur, uppfræddur í andleysi og þrugli, dregið frarn
lífið í sora og sorg. Ég heyrði fótatak lians. Hann lét sér
ekki nægja að senda stríðsmenn til að hafa ltendur í liári
mínu. Hann kom sjálfur. Og ég fann fögnuð streyma um
mig. Svo nam hann Jjarna staðar, hvessti á mig glyrnurnar
og sagði: „Honum sagðist vel. Það var lnessandi að heyra
sannleikann tala fullum hálsi.“ Svo lineigði hann sig og fór.
Ég stóð sem steini lostinn. Svo máttug er lygin, að hún
getur jafnvel leyft sér að klappa sjálfum sannleikanum á
öxlina og lofa lionum að leika lausum hala.
NÍELS EBBESEN: Og ltvað svo meira?
SÉRA LORENS: Svo var Jjað ekki meira. — Ekki annað en öl
og kvenfólk eins og fyrri daginn.
NÍELS EBBESEN: Þú sagðist eitt sinn hafa lifað það, að við
veittum viðnám. Og Jrá sástu ekki annað en djöfulinn í
kringum þig.
SÉRA LORENS: Þá sá ég hann í úlfaham. Nú sé ég hann í