Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 11
Sjálfsvitund Jesú.
7
ust honutn, héldu hann fyrir spámann, (»Hann er spá-
maður, rétt sem einn af spámönnunum«, Mark. 6, 15; 8,
28), svo samlíkir hann sér siálfur við spámennina er hann
segir: »Hvergi er spámaður minna metinn en í landi sínu
og meðal ættingja sinna og á heimili sínu« (Mark. 5, 4).
Hann er sér meðvitandi þess að hafa af guði fengið alveg
sérstakt hlutverk (»Eg er ekki kominn að kalla réttláta, held-
ur syndara«, Mark. 2,17.) og að vera beint sendur af guði til
þess að vinna að því með þjóð sinni. Hann er sér jafn-
framt meðvitandi þess, að hafa nýtt að flytja, er ekki fái
samrímst því sem fyrir sé. Því segir hann: »Enginn saum-
ar bót af óþæfðum dúk á gamalt fat; því að þá nemur
bótin af því, hið nýja af hinu gamla, og verður af verri
rifa. Og enginn Iætur nýtt vín á gamla belgi, því að þá
sprengir vínið belgina og vínið ónýlist og belgirnir; en
menn lála nýtt vín á nýja belgi« (Mark. 2, 21—22). En
ckki er sem hann nemi staðar við samlíkinguna á sér við
spámennina. Hann hikar ekki við að setja sig upp yfir
þá, svo sem sá, er dirfist að setja vilja sinn gegn vilja
þeirra, skoðun sina gegn skoðun þeirra, er honum býður
svo við að horfa. Vér þekkjum þetta bezt úr fjallræðunni.
»Yður hefir verið kent . . . En ég segi yður«, kemur þar
fyrir aftur og aftur. Hann setur þar sínar skoðanir gegn
sjálfu lögmálinu; setur sig með því upp yfir sjálfan Móse
og dirfist að leiðrétta og lagfæra fyrirmæli hans. Er því
sízt furða þótt hann setji sig upp yfir spámenn gamla
testamentisins, t. a. m. Jónas, eins og hann gerir er hann
segir: »Sjá hér er meira en Jónas«, eða upp yfir sjálfan
þann spakvitra Salómon: »Sjá hér er meira en Salómon«
(Mt. 12, 41—42). Hann hikar þá ekki heldur við að telja
opinberun sína alveg einslaka í sinni röð: »En sæl eru
augu yðar, af því að þau sjá og eyru yðar af því að þau
heyra; því að sannlega segi ég yður, að margir spámenn
og réttlátir þráðu að sjá það, er þér sáuð, og sáu það
ekki, og að heyra það er þér heyrið og heyrðu það ekki«
(Mt. 13, 16—17). Með slíkum orðum setur Jesús sig upp