Prestafélagsritið - 01.01.1919, Qupperneq 12
8 Jón Helgason:
yfir spámennina. Hann telur sig þeim æðri. Á því er eng-
inn minsti vafi, að hann hefir sjálfur verið gagntekinn af
sannfæringunni um að vera flytjandi alveg einstakrar op-
inberunar guðs. Ljósast kemur þetta fram og áþreifanleg-
ast í orðunum í Matt. 11, 27., sem talin eru áreiðanlega
að tilheyra elztu heimild guðspjallanna: »Alt er mér fal-
ið af föður mínum og enginn gjörþekkir soninn nema-
faðirinn, og ekki heldur gjörþekkir nokkur föðurinn nema
sonurinn og sá er sonurinn vill opinbera hann«. í þess-
um orðum heldur Jesús því fram sem fylstu staðreynd,
að hann og hann einn gerþekki föðurinn og að einungia
hann sé þvi fær um að Iáta öðrum í té fullkomna þekk-
ingu á guðs sanna eðli og fræðslu um hann, og það fyrir
þá sök, að það sé alt honum i hendur selt af guði, alt
frá guði runnið. Jesús gerir þannig beint tilkall til þess
einn að þekkja guð eins og hann er í insta eðli sínu, og
því líka einn að geta opinberað guð. En því næst er hér
á annað að líta, sem sé það, hversu Jesús talar þar um
guð og sjálfan sig, um guð svo sem föðurinn og sjálfan
sig sem soninn þ. e. soninn í aigerri merkingu. Sambandið
milli guðs og hans er samband sonar — einkasonar — við
föður. Með þessu sonar-tilkalli er naumast átt við veru-
einingu eða eðlis-samsemd eða líkingu við guð. Slík hugs-
un á naumast heima í guðspjallinu. far er ekki heldur
átt við guðs-sonerni í þeirri merkingu, sem vér þekkjum
það úr gamla testamentinu, þar sem sonur guðs táknar
konung ísraels, sérstaklega Messías-konunginn. Eftir hinni
venjulegu skoðun, bæði gyðinglegri og fruinkristilegri,
merkir sonar-heitið við haft um Jesúin blátt áfram það,
að guð standi í alveg sérstöku trúnaðar- og kærleikssam-
bandi við hann. Guðs sonur er hér sama sem ásimögur
guðs. Þegar Jesús hér talar um sjálfan sig sem »soninn«,
þá talar hann um sig svo sem þann er guð hafi alveg
sérstakar mætur á og elski umfram alla menn aðra, og,
að því er frekast verður séð, byggir Jesús þetta meðfram
á því, hversu guð hafi veitt sér fyllri guðsþekking en öll-