Prestafélagsritið - 01.01.1919, Page 19
Sjálfsvitund Jesú.
15
honum gildi sitt. Synd gegn hinu síðara verði aldrei fyrir-
gefin, en synd gegn mannssyninum, honum sjálfum, og það
þótt hann sé Messías, hún sé afsakanleg og á henni geti
fyrirgefning fengist.
Vér getum þá sagt, að Jesús hafi ómótmælanlega eignað
sjálfum sér, persónu sinni og sambandinu við sig, trúarlegt
gildi, sem sé svo sem opinberanda guðs og flytjanda guð-
legs hjálpræðis í persónu sinni, svo sem »veginum til föð-
ursinsa þ. e. til hins almátluga guðs sem föður. En ein-
mitt þetta atriði sonarvitundar hans er aðalinntak Messías-
ar-vitundarinnar eins og hún hefir Iengst af verið skilin
innan kirkju Krists. Sonar-vitundin rennur þá að þessu
leyti saman við Messíasarvitund hans. Hvort liún geri það
að öllu leyti — að því mun síðar verða vikið nánar.
Sonar-vitund Jesú er sem fyr segir hæsta stig sjálfsvit-
undar hans, og innan bennar er þá líka að Ieita Messí-
asar-vilundar Jesú, sem segja mætti um, að væri sú hlið
sonarvitundar hans, sem að oss snýr.
Vér höfum nú öll margoft heyrt það tekið fram bæði í
ræðu og rili, að Jesús hafi ekki viljað vera Messías eins
og Gyðingar hugsuðu sér hann og vonuðust eftir honum,
að Messíasar-hugmynd Jesú hafi með öðrum orðum verið
alt önnur en Messíasar-hugmynd Gyðinga. En er þá með
öllu víst, að Jesús yfirhöfuð hafi gert tilkall til að vera
Messías? Því hefir verið neitað og það dregið í efa af
ýmsum mönnum, en aðallega þó út frá þeirri hugsun, að
Jesús liafi verið beint andvígur Messíasar-vonum sam-
landa sinna. En þetta sannar vitanlega ekki neitt. Jesús
gat eins fyrir því gert tilkall til Messíasar-tignar í þeirri
merkingu, sem hann áleit vera eina rétta. En hitt mun
jafnvíst, að það hve seint og hve sjaldan Jesús gerir þetta
tilkall silt að umtalsefni, hefir einmitt staðið í sambandi
við, að honum var kunnugt um, að það gat valdið hættu-
legum misskilningi svo gagnólíkar sem skoðanir lauda
hans voru skoðunum sjálfs hans í þessu efni.
Eg lít svo á, að fjórar sögulegar staðreyndir aðallega