Prestafélagsritið - 01.01.1919, Síða 22
18
Jón Helgason:
eru í samband við Jesúm sem Messías. Þessi nöfn eru
aðallega þrjú í NT., sem sé »Davíðs sonur«, »guðs sonur«
og »mannssonurinn«, en af þeim hefir Jesús sjálfur, að
því er bezt verður séð, ekki notað nema hið síðasltalda.
Messíasar-heitið »Davíðs sonur«, sem einmitt gefur lil
kynna það sem var meginkjarni hinna gyðinglegu Messí-
asar-vona, hin jarðneska, þjóðlega og ef svo mætti segja
»pólitiska« hlið þeirra, það hefir Jesús sjálfur aldrei not-
að. Miklu fremur mætti segja, að hann hafi sjálfur og
fyrir sitt leyti mótmælt því eða vísað því á bug, þar sem
hann í musterinu kastaði fram spurningunni: Hvernig geta
fræðimennirnir sagt, að Kristur sé sonur Davíðs — þar sem
Davíð sjálfur kalli hann droltin, hvernig geti liann þá
verið sonur hans? Með þessum orðum visar Jesús bein-
línis á hug þeirri skoðun samlanda sinna, að Messías sé
eða hljóti að vera »Davíðs sonur«. Hitt hefir Jesús ekki
ráðið við, að hann var einatt af fólkinu kallaður því nafni,
af almenningi, sem var bundinn við hinar þjóðlegu og
pólitisku Messíasar-hugmyndir sinar. Um heitið »guðs
sonur« sem Messiasar-heiti er og það að segja, að Jesús
hefir ekki nolað það sjálfur, heldur er það, þar sem það
kemur fyrir, notað af öðrum. Þar sem Jesús talar um
sjálfan sig sem »soninn«, þá er það ekki í messíanskri
merkingu, heldur í mótsetningu við »föðurinn« og þá til
þess með þvi að gefa lil kynna hið alveg einstaka sam-
band sitt við hinn lifanda guð. Það »sonar« heiti er miklu
víðtækara en Messiasar-heitið »guðs sonur«, eins og vér
þekkjum það úr gamla testamentinu. Aftur á móti hefir
Jesús áreiðanlega sjálfur notað um sig þriðja algengasta
Messíasar-heitið »mannssonurinn« og má gera ráð fyrir,
að hann einmitt noti það vegna þess, hve miklu betur
það samrímist Messíasar-hugsun sjálfs hans, en hin bæði.
Og það er þá líka eítirtektarvert, að þetta heiti kemur
aldrei fyrir hjá öðrum en Jesú sjálfum, þar sem hann
talar um sig. Nú er þess að gæta að arameiska orðið
»bar-nascha«, sem Jesús notaði í sínu arameiska tali og