Prestafélagsritið - 01.01.1919, Page 25
Sjálfsvitund Jesú.
21
tekur öllura öðrum samböndum fram að innileika, og
skapar dulræða lífs-einingu persónanna, föður og sonar,
sín á milli. Vér vitum þá líka, að sama, yngsta guðspjall-
ið, sem flytur 0ss orð Jesú: »Faðirinn er mér meiri«,
ilylur oss einnig sem Jesú orð þetta: »Eg og /aðirinn er-
um eitla, orð, sem fæ ekki betur séð en að alt það, er
elztu guðspjöllin þrjú lierma viðvíkjandi lííi Jesú og per-
sónu, rélllæli fyllilega, hvernig sem vér viljum gera oss
grein fyrir merking orðanna. En í sama guðspjallinu skýrir
Jesús þau sjálfur með ummælunum : »Eg er í föðnrnum
og faðirinn er i mér«. Nánari skýringu heflr hann ekki
hirt um að gefa á leyndardómi þeirrar lífs-einingar, sem er
með honum og föðurnum, og nánari skýringu getum vér
ekki vænst á því efni fyr en eilífðin leiðir það i ljós, eins
og svo margt annað, sem hugsun vorri er um megn að
ráða fram úr.
En safnaðartrúin, eins og hún hefir lifað í lijörtum læri-
sveina Jesú nú um 19 aldir, hefir aldrei hikað sér við
úl frá þessari dularfullu lífs-einingu föður og sonar, að tigna
höfund sinn svo sem »guðdómlega manninn« eða »guð-
manninn« út frá þeirri lifandi trúarreynslu sinni, að í hon-
um komi liinn lifandi guð á móti oss sem faðir, svo að
vér óttalaust getum nálgast hann sem föður vorn, gefist
honum á vald sem föður vorum, og með þeim liætti öðl-
ast hvíld sálum vorum. Öll kynni vor af persónu Jesú eins
og hún blasir við oss í hinni heilögu sögu, réttlæta til
fuils þann úrskurð trúarinnar, sem Páll postuli hefir kveð-
ið upp með liliðsjón á óumræðilegu gildi hans svo sem
opinberanda föðurlegrar náðar guðs og trúfesti og fram-
kvæmanda eilífra kærleiksáformá guðs, og þá líka mun
óhaggaður standa sem játning safnaðar hans meðan jörð-
in er við lýði, að í persónu Jesú Krists sé guð opinberað-
nr i holdi.