Prestafélagsritið - 01.01.1919, Side 30
26
Magnús Jónsson:
alveg eins. Stundum er því alveg ómögulegt að segja neitt
um það, hvar orð Jesú enda, og hvar guðspjallamaðurinn
er sjálfur farinn að tala. — — Þetta bendir oss í þá átt,
að í raun réttri sé það guðspjallamaðurinn, sem altaf er
að tala. Hann nolar aðeins frásögu/ormid, og leggur því
orðin persónum sínum í munn. þess vegna eru orðin svo
oft óskiljanleg fj'rir þeim, sem eftir frásögninni eru til-
heyrendur Jesú, en auðskilin fyrir lesendur guðspjallsins.
Þessvegna er líka stundum vitnað í það, sem skeði við
alt annað tækifæri, og gat því ekki verið Ijóst fyrir
tilheyrendum Jesú, en það er ljóst fyrir lesendum guð-
spjallsins, af því að höf. er nýhúinn að segja frá þeim
viðburði. Af þessu verður það ljóst, að hinir eiginlegu til-
heyrendur eru i raun og sannleika lesendur guðspjallsins,
sem guðspjallamaðurinn er að fræða um sannindi og
leyndardóma kristnu trúarinnar og höfundar liennar.
í sambandi við þetta verður auðskilið eitt atriði, sem
annars er mjög erfitt eða alls ómögulegt að útskýra, og
jafnvel hefir mjög hneykslað suma. En það er þetla, hve
mikið Jesús talar um sjálfan sig í Jóhannesarguðspjalli,
og Messíasartign sina. í þrem fyrstu guðspjöllunum er
þetta þvert á móti. Þar minnist Jesús naumast á sjálfan
sig né það að hann sé Messías. Og þá örsjaldan talið
hneigist að því, er það svo gætilegt, svo undur varlega og
á huldu, eins og hann sé þar kominn að hinu allra helg-
asta, að logandi þyrnirunninum, sem ekki má nálgast nema
draga skóna af fótum sér. En í Jóhannesarguðspjalli talar
liann um það hiklaust, ávalt og alstaðar og ræðir það út
í æsar, hvort heldur við lærisveinana eða vantrúaða Gyð-
inga, eða samversku konuna eða heiðingjann Pílatus. En
þetta verður alt Ijóst er vér lítum á guðspjallið sem fræði-
rit, er fyrst og fremst vill fræða um persónu Jesú Krists.
Það er þá ekki kynlegt þó talið færist jafnan að honum,
og þó að hann hiklaust og afdráttarlaust sé kallaður
Messias og drottinn, því að það er einmitt liöfuð tilgang-
ur ritsins að sýna að hann sé það (sbr. niðurlagið). — í