Prestafélagsritið - 01.01.1919, Page 33
Jóhannesarguðspjall.
29
'vituni sem sé, að svo var ekki á dögum Jesú. En vér vit-
um líka, að svo var það einmitt orðið á þeim árum, er
guðspjallið er ritað. Þá voru Gyðingarnir einmitt mót-
stöðuaflið gegn kristninni. Hér sjáum vér því greinilega
þelta sama og áður. Höfundurinn ritar fyrir samtið sina,
og notar söguna að eins sem umgerð.
Eða þá, ef vér litum á deiluna milli Jesú og Fariseanna
og prestanna. Vér vitum af eldri guðspjöllunum, að deil-
an snerist um ýms atriði í helgisiðum og einstök fyrir-
mæli lögmálsins, um föstur, hreinsanir, hreinl og óhreint,
hvildardagsliald og annað slíkt. Iljá Jóhannesi er þetta
alveg horfið. En í stað þess er nv deila komin, og það er
deilan um persónu Jesú sjálfs, og út af því að þeir vilja
ekki trúa, að »ég sé sá sem ég er«, eins og Jesús orðar
það. Hvers vegna er þessi breyting komin? Auðvitað af
þessu sama. Jóhannes ritar lil uppbyggingar kristinni
kirkju sinnar samtíðar, og þá er þetta aðal deilumálið,
persona Krists, en hin deilumálin eru horfm unr leið og
kristna trúin barst út til heiðinna þjóða, þar sem öll þessi
helgisiðafyrirmæli féllu niður af sjálfu sér. Jóhannes er að
verja kristna trú gegn árásum og samkepni gyðingdómsins,
og má rekja þann þráð alveg óslitinn gegn um alt guð-
spjallið spjaldanna milli.
Líklega stendur það og i sambandi við þetta, hve Jóh.
ávalt kostar kapps um, að láta greinilega koma fram, hve
miklu meiri Jesús liafi verið en Jóhannes skírari, því að
Gyðingarnir hafa spilað honum, spámannlega prédikaran-
um, út gegn Jesú, og á liinn bóginn hvernig Jóhannesar-
guðspjall lætur Jóhannes skírara þó vitna skýrt um Jesú,
af því að Gyðingar hafa bent á það gegn Messíasartign
Jesú, að hann hefði ekki verið sá dómari og konungur,
sem Jóliannes spáði um. Alt þetta og ótal margt fieira
endurspeglar tímann, þegar guðspjallið var skráð, en ekki
samtíð Jesú, og sýnir því Ijóslega, að höfundurinn vildi
rita fræðslurit og uppbyggingar fyrir samtíð sína, en ekki
sögurit nema að forminu. En nú verðum vér að hverfa