Prestafélagsritið - 01.01.1919, Qupperneq 37
Jóhannesarguðspjall. 33
er Kristur, þ. e. íær Ivrist inn i sig, i sálu sína, hann
öðlast lífið, og lengra er ekki unt að koinast.
Þetta er nú ekki nema fátækleg lýsing á einum af hugs-
anaþráðunum í guðspjallinu, því, sem leitt er út af logos-
hugtakinu. Er það gefið eins og dæmi upp á það, hve
djúpur andi það er, sem bak við þetta fræðirit stendur.
Og á hinn hóginn sýnir það oss, að það er andi, sem
ekki liefir fyrirlitið að draga lil sín djúpar hugsanir og
heimspekilegan búning hvaðanæfa, ekki að eins frá helg-
um ritum þjóðar sinnar og frá meistaranum sjálfum,
heldur og frá þeirri menning, sem þá var glæsiiegust í
heiminum: hellensku inenningunni, því að fjöldi af hug-
tökum hans er þaðan komin og skilst að eins i sam-
bandi við það. En hann yngir þau hugtök upp og klæðir
þau holdi og blóði og blæs i þau lifandi anda. Þá sýnir
og rannsókn á hugmyndum guðspjallsins, að þær koma
víða mjög nærri, og meira að segja sýnast reistar á krisl-
indómsskoðun Páls postula, og í rauninni getur það naum-
ast komið neinum kynlega fyrir sjónir.
Þá vil ég benda á eitt atriði. í 16. kap. 12. og 13. versi
segir Jesús: »Eg hefi enn margt að segja yður, en þér get-
ið ekki borið það að sinni; en þegar hann, sannleiksand-
inn, kemur, mun hann leiða yður í allan sannleikanno.
Víðar í guðspjallinu kemst hann svipað að orði, einkum
í þessum kapítula (16. kap.). Þetta sýnir oss mjög merki-
legt atriði, sem sé það, að guðspjallamaðurinn er sann-
færður um, að slórmikil framför hafi átt sér stað í skiln-
ingi kristinna manna á fagnaðarerindi Krists, eftir að hann
fór frá þeim. Það sem Jesús sagði lærisveinum sinum á
samverustundunum jarðnesku, var ekki nema nokkurs-
konar stafróf, en fylling sannleikans kom fj'rst fyrir and-
ann. Og nú getum vér þá ef til vill fundið liér að nokkru
leyti lykilinn að því, hversvegna guðspjallamaðurinn gat
ekki látið sér nægja að rita venjulegt guðspjall, þ. e. frá-
sögn úr lífi Jesú og orð af vörum hans, eins og eldri
guðspjöllin voru. Það var af því, að það var ekki nema
Prestafélagsritið. 3