Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 41
Jóhannesarguðspjall.
37
þá átt, að það sé nú þegar komið, þá var það þó aðal-
skoðunin, að það væri í framtíðinni, það mundi renna
upp í fylling sinni við komu Messíasar. t*að var því
framtiðar draumaland, sem menn horfðu eftir fullir eflir-
væntingar og óþreyju. En hér er Jóhannes einnig vaxinn
fram úr. Hann kallar þetta hjálpræðishnoss eilíft líf, og
þar eð tilkoma drottins er um garð gengin, þá tjáir ekki
að horfa eftir því inn í framtíðina. Það er þegar fengið.
Eilift líf er þegar byrjað hjá hverjum sannkristnum manni.
Endurfæðingin, fæðingin af andanum, er bj'rjun þessa ei-
Iífa lifs, og eftir það er liitt lífið, jarðneskt líf likamans,
aukaatriði. Hann talar því liiklaust um líf og dauða, og á
með því eingöngu við þetta andlega líf og andlegan dauða.
Hitt er ekki nefnandi. Þannig gerir hann þetta hjálpræðis-
hnoss mannanna bæði andlegra og liáleitara en áður, og
færir það þó um leið svo miklu nær, færir það inn í nú-
tímann. Þetta er eitt af stórkostlegustu þrekvirkjum manns-
andans. En af þvi að hann lalar stundum um hinn efsta
dóm, og sýnist ekki fyllilega hafa gert sér grein fvrir
afstöðu þessa tvenns, dómsins, sem maðurinn sjálfur fellir
yfir sér þegar liér, til eilífs lífs eða dauða, og svo á hinn
hóginn þessa efsta dóms, þá hefir kristin kirkja ekki getað
lylgt lionum eins vel og æskilegt hefði verið í þessn efni.
En hér brúar hann svo aldirnar- raeð mætti anda sins,
að hann lalar eins og maður 20. aldarinnar,
Því miður verð ég nú að hverfa frá þessu efni, því að
ég vildi að endingu minnast með fáeinum orðum á til-
gang þessa mikla fræðirits. Guðspjallamaðurinn getur
sjálfur um aðaltilgang sinn í niðurlagi ritsins (20, 31):
»En þetta er ritað til þess að þér skulið trúa, að Jesús
sé hinn Smurði, guðssonurinn, og til þess að þér, með
þvi að trúa, öðlist lífið í hans nafnk. Höfuðtilgangur hans
er að vekja og styrkja trúna á það, að Jesús sé guðsson-
urinn, sá, sem færir heiminum ljós guðsþekkingarinnar og
lífið i guðssamfélaginu.