Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 48
44
Friðrik Friðriksson:
hinum ungu sérstaklega part af prédikuninni, þar sem
ég sérstaklega talaði til þeirra og við þeirra hæfi, og halda
með þeim sönglíma eftir messu til þess að kenna þeim
að taka beinan þátt í guðsþjónustunni í söng og svörum
o. s. frv......
Þannig hef ég búið til slíkar og þvílíkar hugsmíðar um
það sem ég mundi gera. En þá kemur oft sú hugsun
fram: Mundi ég nú gera það og gela það, ef á hólminn
væri komið? Myndu ekki örðugleikarnir verða mér yfir-
sterkari? Hvað veit ég um það, hvað hægt væri að gera,
þar sem ég þekki svo lítið til þess.
Og þólt margt ef þessu gæti verið framkvæmanlegt fyrir
rnann lausan og liðugan, sem enga fjölskyldu hefði og
gæti gefið sig algerlega við kristindómsmálum safnaðarins,
hvernig mundi mér reiða af, ef ég svo hefði fjölskjddu
að sjá um, og yrði að hafa stóran búskap til þess að
geta lifað sómasamlega? Mundi þá ekki verða lítið úr
stórhuganum, og margt verða í molurn, og framkvæmd-
irnar eftir því.
En með öílum þeim erfiðleikum sem eru á því að hafa
kristilegan unglingafélagsskap og halda honum uppi út
um sveitir, þá stendur fast að lífsnauðsynlegt er að vinna
hina ungu fyrir kirkjuna og guðsriki. Ef æskan tapast er
alt tapað. Og félagslíf undir einhverri mynd er nauðsyn-
legt, vegna þess að æskumenn eru félagslyndir að upplagi
og liafa þörf á félagskap í víðari eða þrengri merkingu.
En þar sem það sjálfsagt er illkleift víða að stofna sér-
stakan unglingafélagsskap innan safnaðanna, þá er þó þeg-
ar fyrir hendi félagsskapur, sem ég hj’gg að mætti nota í
starfinu fyrir æskuna. Það er kirkjan sjálf og söfnuðurinn
sem félag. Mundi ekki vera hægt að innræta börnum og
unglingum þá hugsun, að þar hafi þau af sjálfu sér félag,
sem þau hafa verið tekin inn í og eiga að lifa fyrir.
Mundi ekki vera unt að vekja hjá þeim tilfinninguna f}rr-
ir því, að þau væru ekki að eins lálin koma í kirkju til
þess að sitja kyr og haga sér vel, heldur kæmu þau í