Prestafélagsritið - 01.01.1919, Qupperneq 52
48
Friðrik Friðriksson:
að prestar eru sumstaðar mjög einmana í kristilegu tillili.
Ef til vill eru fáir í prestakallinu eða enginn, sem prest-
urinn getur liaft andlegt samneyti við, sjálfum sér til upp-
lyftingar eða til hjálpar í starfinu fyrir guðs ríki. Prestur
sem þannig er settur eða hefir víðáttumiklu prestakalli að
þjóna og mikið að gera, gæti reynt til að ala sér upp
samverkamenn og hjálpara, með það fyrir auguin að þeir
gætu seinna meir starfað sjálfstætt með Ieiðsögn og undir
umsjón prestsins að kristindómsmálum safnaðarins. l’að
er ekki unt að gefa algildar reglur fyrir aðferðum í þessu
efni, en ef til vill gæti það geíið dálitlar leiðbeiningar að
segja frá, hvernig ég hefi fengið mér lijálparmenn við
starfið í yngri deildum félagsins. Fj'rst svipaðist ég eftir
unglingum 15—17 ára gömlum; og er ég hafði fundið
nokkra, sem mér litust líklegir lil góðs í þessu efni, tók
ég að haga umgengni minni við þá með þetta fyrir aug-
um, án þess að þeir vissu af þvi sjálfir. Eg tók stundum
2 eða 3 saman og talaði við þá um drengi og líf þeirra
og um starfið í yngstu deildinni. Eftir hér um bil V2 ár
skaut ég þeirri hugsun inn eins og af tilviljun, hvort þeir
væru nú hæfir til að gera eitthvað smávegis fyrir Ivrist
til góðs öðrum, og gaf þeim þella sem umhugsunarefni og
bænarefni. Ó1 ég svo á þessu við og við í V* ár, svo
kallaði ég þá saman og sagði þeim, að nú þyrfti ég á
hjálp þeirra að halda og skj7rði frá í hverju hún væri
fólgin. Þeir sem nú voru fúsir til þess, mynduðu þá llokk,
og í nokkra mánuði komum við oft saman og ræddum
um starfið, og skiftum niður verkum, o. s. frv. Svo byrj-
aði loks starfið. Fyrst hjálpuðu þeir til með fundarsókn
og smámsaman gaf ég þeim þyngri viðfangsefni og óend-
anlega hjálp og aðstoð hafði ég af þessum ungu mönnum,
og sú deild sem þeir störfuðu í komst í mikinn blóma.
Eg held að prestur, sem útvegaði sér þrjá eða fjóra drengi
efnilega og fórnaði þeim dálitlum tíma og fyrirhöfn með
ákveðnu markmiði fyrir augum, og leiddi þá stig af stigi,
með vaxandi trausti, gæfi þeim smáhlutverk til að fást