Prestafélagsritið - 01.01.1919, Qupperneq 55
S. P. Sivertsen: Mannssonurinn. 51
og litið dýrð guðs og Jesú standandi við hægri hönd
guðs, og sagt: »Sjá, ég sé himnana opna og mannsson-
inn standa til hægri handar guði«. En í þremur fyrstu guð-
spjöllunum kemur heitið 69 sinnum fyrir, sjaldnast í
Markúsarguðspjalli (14 sinnum), þar næst í Lúkasarguð-
spjalli (25 sinnum) og oftast í Matteusarguðspjalli (30 sinn-
um). Auðvitað eru ýms af ummælum þessum sameiginleg
fyrir 2 eða öll 3 fyrstu gúðspjöllin, og staðirnir þvi i raun
og veru miklu færri en tala ummælanna í samstofna guð-
spjöllunum samanlögð bendir til. En þegar heitið einnig
kemur 12 sinnum fyrir í 4. guðspjallinu, verður oss það
fyllilega ljóst, að hér sé um heili að ræða, sem Jesús
sjálfur hafi valið sér og þráfaldlega notað, en aðrir ekki
lagt honum í munn.
Eðlilegt er, að hver sá lesari nýja testamentisins, sem
veilt hefir eftirtekt þessu, er hér hetir verið minst á, leggi
fyrir sjálfan sig eða aðrá spurningarnar um, í hverri merk-
íngu og hvers vegna Jesús haíi nefnt sig þessu mannsson-
arheiti.
Þeim vandaspurningum ætlaði ég mér að leitast við að
svara i þessu erindi minu.
En áður en hægt sé að svara þeim spurningum, verð-
ur að gera sér grein nokkurra undirstöðuatriða, er mál
þetta varða. Þau atriði eru aðallega þessi þrjú:
Sjálft orðið mannssonur og merking þess í frummálunum.
Notkun orðsins hjá Gyðingum á undan og um komu Krists.
Og ummæli Jesú í guðspjöllunum þar sem hann not-
ar heitið.
Vil ég byrja á því, að snúa mér að rannsókn þessara
þriggja atriða.
Fyrst þarf að athuga orðið sjálft.
Gríska heitið, sem frumtextinn notar, er 6 vióg tov
avDoomov, sem Oddur Gottskálksson í nýja testamentis-
þýðingu sihni islenzkaði ýmist mannsins sonur eða
sonur mannsins. Hélzt þýðingin mannsins sonur síð-
an óbreytt í ölium biblíuútgáfum vorum, unz breytt