Prestafélagsritið - 01.01.1919, Qupperneq 72
68
Ásmundur Guðmundsson:
fyrirmyndar. Fólk mundi miklu fremur hafa horn í síðu
hans, telja hann eitthvað veiklaðan andlega, annaðhvort
sérvitring, sem sífelt væri með hugann einhversstaðar
uppi í skýjunum, eða þá einfeldning, sem kynni engin
tök á að lifa, þekti hvorki sjálfan sig né mannlífið í
kringum sig; hann lilyti að reka sig á það fyr eða síðar,
að í veruleikanum væri enginn vegur til þess að leita
fyrst guðsríkis, lifinu sé nú einu sinni þannig háttað, að
menn verði að laga hana í hendi sér kröfuna um það,
enda geri það einnig allir skynsamir og hugsandi menn.
Ég hugsa til heimilisföðursins. Hann er efnalítill og á
barnahóp að sjá fyrir. Honum finst það liggja i augum
uppi, hvers hann eigi að leita fyrst. Hann verður að
stunda atvinnu sína af alhug og beita öllum kröftum
sínum til þess að reyna að sjá sér og sínum farborða.
Skyldan hvilir á honum, að sjá um að þau hafi nægilegt
til þess að lifa við og nægilegt að klæðast. Um það
verður hann að hugsa vakinn og sofinn. Þess verður
hann að leita fyrst af öllu. Hafi hann svo einhvern tíma
tómstund aflögu og sé ekki ofþreyttur, þá skuli hann
hugsa til þess að leita guðsríkis; meira sé ekki hægt að
heimta af honum með réttu.
Ég hugsa til húsmóðurinnar og hennar verkahrings.
Þar er margs að minnast, fleira en hún getur talið, og
engu má gleyma. Það er eins og alt geri einhverja kröfu til
hennar, börnin hvert með sina ósk og bón, heimilisfólkið
og gestirnir, sem ber að garði. Það er eins og hvíslað sé og
hrópað til hennar úr öllum áttum: Mundu eftir mér, mundu
eftir mér. Og hún andvarpar ef til vill til guðs síns: Ég
get þetta ekki. Ég get ekki leitað ríkis þíns f}TSt af öllu.
Ég verð að leita hins fyrst, alls þess sem kallar að mér.
Taktu ekki hart á þvi, drottinn minn, en mér finst nú
sem stendur alveg ómögulegt að leita þíns ríkis fyrst.
Þá mun ekki þeim virðast minna starfið á þjóðarheim-
ilinu stjórnmálamönnunum og valdhöfunum, ekki færra
þar, sem kippa þurfi í lag. Þess beri að leita fyrst. Það