Prestafélagsritið - 01.01.1919, Side 111
Altarissakramentið og notkun þess. 107
til mála, hinn gamli siður að vera til altaris í stórhópum,
^vo hver bíður eftir öðrum, og stundum verður ekkert úr
altarisgöngunni ef einhvern vantar. Ekki heíi ég orðið þess
"var, að nokkur hræðsla sé hjá nokkrum manni við sam-
«iginlegan bikar, né heldur að bindindismenn héldu sér
iaurtu vegna vínsins. Þesskonar ótti sem heyrist hjá ein-
stökum mönnum, nær ekki til fólksins.
Mér finst það ekki ná nokkurri átt, að vilja dæma trú-
arstöðu þjóðarinnar eftir altarisgöngunum. Kirkjur eru,
það ég lil veit, engu síður sóttar nú en áður gerðist, og
hafa þó erfiðleikar á því til sveita farið stórum vaxandi,
vegna fólksfæðar, og þarafleiðandi meiri óumflýjanlegra
heimilisanna, en áður þektust. Hinu býst ég aftur við, að
kröfur manna hafi vaxið til þess að hafa eitlhvað til
kirkjunnar að sækja, og er það sízt að lasta, enda þótt
því verði ekki neitað, að menn eiga að hafa uppbyggingu
af sameiginlegri guðsþjónustu, hvað sem ræðu prestssins
svo líður. Og andleg mál eru, hugsa ég, engu síður til í
hugum manna nú en að undanförnu. Eg tel það engan
ókost, þótt þeir menn, sem standa fjarri kristinni trú,
fari að láta til sín heyra nú, sem þeir ekki gerðu áður.
Og af því að andlegt líf er að minni vitund á engu lægra
stigi en áður fyrri, heldur öllu fremur blómlegra — af
þessu ræð ég, að meðvitund safnaðanna um hina miklu
þýðingu kvöldmáltíðarinnar muni fara vaxandi. Að minsta
kosti finn ég enga ástæðu til kvíða, og hræðist engar töl-
tir, jafnvel þótt Iægri verði en nú er raunin á.
Eg vil auðvitað enganveginn draga úr því, að það er
vissulega sorglegt, þegar foreldrarnir, ekki einu sinni móð-
irin, getur verið til altaris með nýfermdu barni sínu. En
þegar slíkir foreldrar samt sækja kirkjuna vel, þá bendir
það til, að það sé eitthvað sjerstakt, sem heldur þeim frá
altarisgöngunni, og hvað ætti þá að liggja nær, en sá
misskilningur, að vera bundinn við einhverjar þær útlist-
^nir, sem trúarvitund þeirra rís í gegn.
En einmitt þessi skilningur, og svo hinsvegar hræðslan