Prestafélagsritið - 01.01.1919, Síða 113
Altarissakramentið og notkun þess. 109
menn til þessar meðvitundar. Bæði í prédikunum, barna-
spurningum og viðtali við söfnuðinn, hljótum vér að vinna
að því, að taka burtu þá ásteytingarsteina, sem helst liggja
í götunni. Ég veit og kannast við, að þeir menn sem
vaknaðir eru til verulegs trúarlífs, þeir neyta sakramentis-
ins þrátt fyrir allar þær útskýringar, sem svo oft tálma
þeim sem minni þroska hafa náð, en ekki efast ég um,
að þetta í mörgum tilfellum hafi kostað mikla andlega
baráttu. Og þetta sannar ekki annað en það, að í með-
vitund þeirra sem lengra eru komnir, þar sprengir þessi
helgidómur þá fjötra af sér, sem á hann hafa verið lagðir.
En þeir eru líka margir, sem þótt þeir ekki séu vaknaðir
til verulegs trúarlífs, eru þó á leiðinni til þess, og slíkir
menn mega sízt af öllu missa af öðru eins hjálparmeðali,
sem kvöldmáltíðin er, en einmitt þessir menn verða helst
útundan. Að gera það sem í voru valdi stendur til að
greiða fyrir þessum mönnum, ætti að vera oss Ijúf og
sjálfsögð skylda, og til þess þarf þess ekki síst með, að
hjálpa þeim til að sjá sakramentið sjálft, án allra útskýr-
inga forfeðranna.
Og svo þarf maður að losna við þennan undirstrikaða
"fræðiskilning, sem menn fá í kverinu. Þess meira sem ég
hugsa um kvermálið, þess minni verður trú mín á að
heppilegt sé, að fella það í burtu. Og af þeim kverum
sem nú eru, fellur mér langbezt við Helgakver, og er
óskiljanlegt, hvað mönnum hefir þótt unnið við að lög-
gilda Klaveness. En þrátt fyrir hvað það kver er skýrt
samið, og mörgum kostum búið að öðru leyti, þá er það
þó víða úr sér vaxið, þar sem það leggur altof mikla
áherslu á trúfræðisskýringar, og kemur það ekki sízt
fram, þar sem altarissakramentið á hlul að máli. Vér
þurfum að fá nýtt lærdómskver, og láta þar með
þau eldri falla niður. Með allri virðingu fyrir öllum
kenningum, eiga þær þó ekki erindi nema til guð-
fræðinganna margar hverjar — og eru í barnalærdóms-
bókum leifar frá eldri tímum. Með þessu er ég ekki að