Prestafélagsritið - 01.01.1919, Page 137
Sænska kirkjan.
133
eða íslenzka presta, enda lieyrði ég einu sinni professor
Amundsen, sem er einn ágætasti maður dönsku kirkjunnar,
kvarta sáran yfir ósamkomulagi kirkjuflokkanna. Hver þeirra
vildi sparka hinum út úr hreiðrinu, og vantaði ekki ann-
að en máttinn til að gera það. Hann bar saman við ensku
kirkjudeildirnar. Þar hefði hver flokkur betri skilning á
að hinir væru jafn sjálfsagðir, frjálslyndi og íhald kirkj-
unni jafnnauðsynlegt. Svo grípur móðir »Kirkja« um alt og
myndar eina samfelda heild. Þetta getur hver sagt sér
sjálfur. Það væru sorgleg dauðamörk ef ekki fyndist stefnu-
munur innan kristinnar kirkju.
IV.
Við báða háskólana í Svíþjóð hefir nýja guðfræðin rutt
sér til rúms. Enda væri ekki vansalaust fyrir háskóla að
hafa guðfræðiskennara, sem afsegðu að beita »historisk-
kritiskum« aðferðum nútíðarvísinda í starfi sínu. Einna
merkasti guðfræðisprófessorinn í Uppsölum mun nú vera
Einar Billing, sonur Billings biskups í Lundi. Hann er
djúpvitur maður og lærður vel. Hann er einn af bakhjöll-
um ungkirkjuhreyfingarinnar. Hann hefir fátt gefið út af
bókum, og veldur það um, að hann gerir miklar kröfur
til sjálfs sín. Einn vinur hans hefir sagt að hann geri þá
kröfu til sín, að hann leysi lífsgátuna í hverjum fyrirlestri.
Eitt bezta rit hans er um friðþæginguna. Billing er pró-
fessor i siðfræði og trúfræði. Annar prófessor í þeim fræð-
am, Göranson, hefir nýlega gefið út trúfræði, sem þykir
ágæt. Annars má segja, að »spekulativ« guðfræði sitji á
hakanum hjá guðfræðingum nútímans. Einu sinni var guð-
fræðin lítið annað. En í þessu efni hefir orðið stórfeld
breyting. Aðalframfarir guðfræðinnar hafa undanfarið ver-
ið í biblíufræði og kirkjusögu. Síðasta öldin er »historisk-
kritiska« tímabilið í sögu guðfræðinnar. En þegar er að
ræða um framfarir í guðfræði myndi Svíum ekki líka ef
slept væri að minnast á trúarbragðasöguna. Við höfum
vanist því bæði frá Danmörku og héðan að heiman, að