Prestafélagsritið - 01.01.1919, Síða 153
íslenzka kirkjan og þjóðkirkjur Norðurlanda. 149
arinnar því frestað til næsta sumars og eru allar vonir til
að hún geli setið næstu prestastefnuna með oss.
Svo vafalaust sem það er í alla staði, að kirkju vorri
gæti orðið mikill hagur í því að komast í nánara sam-
band við hina andlega auðugu þjóðkirkju Svía, þá má
varla búast við þvi, eins og högum vorum er háttað, að
nokkurn tíma komist á fót verulega náið, beint samband
milli islenzku og sænsku kirkjunnar. Öllu heldur mætti
gera ráð fyrir slíku sambandi milli íslenzku kirkjunnar
og hinnar norsku, svo náið samband sem til forna var
með þeim, nánast sem samband dóttur við móður sína.
En þó má búast við þvi, að leiðin héðan lil hinna nor-
rænu systurkirkna muni á komandi tið liggja um Dan-
mörku og danska kirkjan verða sambandsliðurinn milli
vor og þeirra. Því að hvað sem annars er að segja um
aamband vort við Dani á liðinni tíð, þá er því ekki að
neita, að það sem hingað hefir borist af áhrifum utan úr
heimi hefir alt borist hingað frá Danmörku eða um Dan-
mörku. Þrátt fyrir alt sem skilur eru þeir þræðirnir fleiri
sem tengja oss við Danmörku en við nokkura aðra þjóð
á hnettinum og þess mun vafalaust langt að bíða að nokk-
ur veruleg breyting verði á því, enda erum vér kunnugri
öllu andans lífi, hugsunarhætti og högum þeirrar þjóðar
en nokkurrar annarar.
Þegar því ræða er um samband íslenzkrar kirkju og
kristni annara landa, verður alt af fyrst fyrir samband
kirkju vorrar við hina dönsku kirkju svo sem það er fyrst
af öllu geti komið til mála.
Og nú er það þá líka, svo sem kunnugt er, einmitt
komið á dagskrá og þegar orðinn all ríkur áhugi manna
með báðum þjóðunum á því, að koma á fót nánara sam-
bandi með hinni íslenzku og dönsku kirkju en vér áður
höfum átt af að segja — sambandi, sem leitt gæti til áhrifa-
xíkrar samvinnu með kristnilýð beggja þjóða að kristin-