Prestafélagsritið - 01.01.1919, Side 155
íslenzka kirkjan og þjóðkirkjur Norðurlanda. 151
kvæmdarstjóra K. F. U. M., Arne Möller prest og for-
mann »dansk-ísl. félagsins« o. fl.
Frá nefnd þessari barst oss um nýársleytið það hið einkar-
hlýja kveðjuávarp, er hér fer á eftir í íslenzkri þýðingu
og rétt þykir að prenta hér, þótt áður hafi verið prentað
(í Lögréttu og Bjarma). En það hljóðar svo:
»Til biskupsins yfir íslandi.
Undirrituð »dansk-íslenzk kirkjunefndw sendir kristinlýð
íslands um hendur yðar, háæruverðugi herra, bróðurlega
kveðju sína.
Jafnframt því, sem nú eru að renna upp nýir tímar yf-
ir fimm hundruð ára stjórnlegt samlíf dönsku og íslenzku
þjóðarinnar, — nýir tímar sem vér vonum, að verði ávaxta-
rikir fyrir þjóðlegt og menningarlegt samband landanna
sín á milli, hefir innan dönsku kirkjunnar vaknað eðlileg
löngun eftir að komast í nánara samband við systurkirkj-
una íslenzku. Með gleði höfum vér þá og komist að raun
um, að svipaðar tilfinningar hafa gert vart við sig innan
islenzku kirkjunnar.
Það er sannfæring vor, að fyrir þá sjálfstæðu, sögulegu
þróun, sem þessi tvö svo nákomnu kirkjufélög eiga að
baki sér yfir að líta, hafi andi guðs falið hvoru þeirra
um sig fjársjóðu, sem þau hvort um sig bæði geti miðl-
að og sé skylt að miðla hinu af því til blessuuar.
Dansk-islenzka kirkjunefndin telur það verkefni sitt af
hálfu hinnar dönsku kirkju, að gera sitt til þess, að slík
andleg miðlun á liáðar hliðar geti átt sér stað. Að ákveða
nánar þær leiðir, sem vænlegastar kynnu að þykja til að
koma þessu í framkvæmd, yrði að sjálfsögðu samninga-
mál með oss og nefnd þeirri, sem oss er kunnugt um að
sett hefir verið til þess fyrir hönd hinnar ísl. kirkju, að
vinna að sama markmiði.
Til slikra samninga er fyrst um sinn ættu að geta far-
ið fram á þá leið, að vér bréflega létum hvorir öðrum í
Ijósi hugsanir vorar þar að lútandi, leyfum vér oss að
bjóða með bréfi þessu.