Prestafélagsritið - 01.01.1923, Page 7
Prestafélagsritiö.
ÞORVALDUR VÍÐFORLI.
Alþýðufræðsluerindi.
Eftir séra Ásmund Guðmundsson skólastjóra.
i.
Engar sagnir eigum við um Island fegurri en þær, sem
fyrstar eru. Það gildir einu, hvort heldur er litið til landsins
sjálfs eða mannanna, sem byggja það. Því var í upphafi gefið
nafnið Thule, Sólareyja; og í því felst hugmynd um »nóttlausa
voraldar veröld« lengst norður í höfum. Einhver undraljómi
var yfir. Og þangað inn stefndu þeir, sem djarfastir voru og
mestir hugsjónamenn. Sólarhring eftir sólarhring sigldu írskir
munkar smáskipum sfnum norður, lengra og lengra. Heilög
löngun dró þá. Þeir voru eins og að halda til samfunda við
föður sinn á himnum. Á Sólareynni mundi bíða þeirra kyrð
og einvera langt frá öðrum mönnum. Þar ætluðu þeir að lifa
með Guði einum og helga honum alt. Þegar þeir hafa sjeð
hana rísa úr hafi og sólina roða hvíta jöklana, þá hafa þeir
heilsað henni með tilbeiðslu og bæn til Guðs.
Það er þráin til samvista við Guð, sem veldur því, að
ísland tekur að byggjast í öndverðu. Hugsjón kristindómsins
vakir fyrir fyrstu börnum þess, eftir því sem þeir skildu
hana.
II.
Þeir sem næstir komu, Norðmennirnir austan og vestan um
haf, voru atgervismenn meiri, andlega og líkamlega, og glæsi-
legri að mörgu, gáfurnar afbragð, skilningurinn frábærlega
skarpur, tilfinningarnar djúpar og heitar og viljalífið þrótt-
mikið. Enda voru þeir af göfugustu ættunum í Noregi, og
urðu þar eftir ber rjóður, sem áður stóðu fegurstu lundirnir.