Prestafélagsritið - 01.01.1923, Qupperneq 8
Prestafélagsritið.
Þorvaldur víðförli.
3
Sjaldan mun fríðara lið hafa numið nokkurt land. Nokkrir
þeirra voru kristnir, t. d. ættingjar og afkomendur Ketils Flat-
nefs, ágætir menn, og allmargir á Akranesi. Þá voru ýmsir
heiðnir menn trúmenn miklir. Þannig leggur Ingólfur Arnar-
son það alt á vald goðanna, hvar hann skuli byggja á Islandi.
Hann leitar svars þeirra samfleytt í þrjú ár og ann sér ekki
hvíldar, íyr en það er fengið. Virðist það þó svo fráleitt fyrir
manna sjónum, að einn af mönnum Ingólfs hverfur burt með
þessum ummælum: »Til ills fórum vér um góð héruð, er vér
skulum byggja útnes þetta«. En Ingólfur hikar hvergi. Þarna
reisir hann öndvegissúlur sínar og sest í hásæti feðra sinna.
Þetta land hafa goðin gefið honum og helgað með návist
sinni. Svo mun og önnur æfi hans hafa verið. Trúin hefir
verið ríkust í fari hans og líf hans mótast af henni. Kemur
það ef til vill skýrast í ljós í sor hans yfir líki Hjörleifs fóst-
bróður hans, er þrælar drápu: 3>oé ek svá hverjum verða, ef
eigi vill blóta«. Líklega hefir enginn ættleggur á Islandi í
heiðni verið trúhneigðari en sá, sem frá Ingólfi er kominn.
Enda voru einnig miklir trúmenn í ætt Hallveigar, konu hans.
Loptur hinn gamli, bróðir hennar, fer utan til þess að taka
þátt í blótunum við hofið á Gaulum, er móðurbróður hans,
Flosa Þorbjarnarsyni, landnámsmanni á Rangárvöllum, var
ekki fritt í Noregi. Mun slíkur áhugi á blótum eins dæmi í
sögum vorum. Um Þorkel Mána, sonarson þeirra Ingólfs og
Hallveigar, segir svo í Landnámu, sem kunnugt er: »Hann
hefir einn heiðinna manna verit bezt siðaður, at því er menn
vita dæmi til. Hann ljet sik bera í sólargeisla í banasótt sinni
og fal sik á hendi þeim guði, er sólina hafði skapað; hafði
hann ok lifat svá hreinlega sem þeir kristnir menn, er bezt
eru siðaðir
Þá er einnig einkennilega fögur lýsing á trúarlífi þeirra
Þórólfs Mostrarskeggs og Þórhadds hofgoða í Stöðvarfirði.
Dáðir hafa þeir helgað goðum landnám sitt. Þórólfur hafði
einkum mætur á felli því, er mun hafa mint hann á fell eitt
í eynni Mostur. Það kallaði hann Helgafell. Hafði hann svo
mikinn átrúnað á það, að þangað skyldi enginn óþveginn líta.