Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 9
4
Ásm. Guðmundsson:
Prestafélagsritið.
og engu granda, er þar væri, hvorki fé né mönnum. Var það
trú þeirra frænda, að þeir dæi í Helgafell. Þingstaðurinn, sem
hann valdi til eiðatöku og dóma, var svo heilagur í augum
hans, að hann mátti ekki saurga. Og son sinn ungan, sem
hann eignaðist á efri árum, gefur hann Þór. Það hefir ekki
verið neitt veilt né hálft í trú þessa manns. Dýpt hennar sést
á því, hversu sterk hvöt hún hefir orðið honum til þess, að
leggja stund á það, sem hreint er. Ekkert óhreint má koma
nálægt guðunum né því, sem heilagt er. Boð hans um það,
að menn megi jafnvel ekki líta til Helgafells óþvegnir, verður
einnig að skilja á andlegan hátt. Hugurinn hefir ekki síður
átt að vera hreinn en líkaminn. Þannig hefir það seinna ef-
laust verið í anda Þórólfs, er þingvöllurinn var dæmdur saurg-
aður fyrir það, að þar hafði runnið heifiar\AóX). Trú Þórólfs
vekur einnig hjá honum kærleikshug. Helgafell á að vera
griðastaður öllu, sem lifir. Líkt fer Þórhaddi. Hann »lagði
Mærina-helgi á allan fjörðinn ok mátti þar engu týna nema
kvikfje heimilu*. Felst það sennilega í orðunum, að hann hafi
hugsað sér, að goðhelgin yfir átthögum hans, Mærinni í
Þrándheimi, hafi fluzt með hofi hans til Stöðvarfjarðar og
breiðst um hann allan. Skyldi nú hvert dýr verða aðnjótandi
ástarinnar, sem við það lifnaði í brjósti hans til landsins hans
nýja. Slíkir menn hafa að einhverju leyti varðveitt sambandið
við sig að ofan og styrkt afltaugina í lífi sínu. Dæmi þeirra
og önnur, sem svipar til þeirra, sýna það, að þjóðin hefir á
landnámsöld búið yfir góðum hæfileikum til þess að veita
viðtöku háleitum andlegum trúarbrögðum.
III.
Þrátt fyrir þetta er þess sízt að dyljast, að yfirleitt stóðu
forfeður vorir pöpunum írsku langt að baki í því, er mestu
skiftir. Þeir höfðu fæstir eignast það, sem gaf æfi þeirra gildi.
Meginhugsjón kristindómsins var enn hulin öllum þorra þeirra.
Ómælandi djúp var staðfest á milli lífsskoðunar þeirra og
kristninnar. Ásatrúin var vænleg til þess að hvetja þá til
hreysti, atorku, einurðar og drengskapar og margs góðs ann-