Prestafélagsritið - 01.01.1923, Qupperneq 10
Prestafélagsritið.
Þorvaldur víðförli.
5
ars, en ekki til hins, að afneita sjálfum sér og verja allri æfi
sinni í þjónustu göfugrar hugsjónar, jafnvel láta líf sitt fyrir
hana. Hún hefir samþýðst vel eigingirni, metnaði og hefndar-
hug, en síður því, »að vera vel við daufan og haltan og fá-
tæka og fáráða*. Það hefir þótt »veiklegt mjög«. Qlæsi-
menskan hefir átt sínar skuggahliðar, og nægir í því sambandi
t. d. að benda á miskunnarleysið við þrælana og skógarmenn-
ina. Eru kjör lítilmagnans aldrei nein sældarkjör þar sem
hnefarétturinn ræður. Dýrðarljóma höfðingjanna skorti ylinn
frá dögum papanna, til þess að verma alþýðuna út frá sér.
Fegurðin var of köld. Það var næturfegurð heiðninnar. Lífið á
íslandi var þá á að líta svipað fjöllum þess. Þau eru dásam-
lega falleg í fjarska, hvít og blá. En þegar nær dregur, verð-
ur skínandi bjartur jökullinn blakkur og óhreinn og aurskrið-
urnar og grá hrjóstrin koma í ljós.
Það var því ósegjanlega mikið hlutverk og háleitt að boða
hér kristna trú.
IV.
Sá sem fyrstur verður til þess allra íslendinga er, eins og
menn vita, Þorvaldur Koðránsson, hinn víðförli. Var þá fyrsti
vísirinn til kristni kulnaður út að mestu og hafði landið verið
alheiðið að kalla »nær hundraði vetra«. Heiðna trúin var
einnig orðin spilt frá því sem áður var, komin vantrú í stað-
inn hjá mörgum, eða þá hún hafði snúist upp í hjátrú.
Einu heimildirnar um Þorvald, að heitið getur, eru Kristni-
saga og Þátturinn um hann í Olafssögu Tryggvasonar. Eru
báðar merkar, þótt mjög gæti mærðar og trúgirni í þættinum.
Kynnast menn þar ýmsum minningum um Þorvald, er geymst
hafa í héraði hans og síðar verið skráðar í klaustrinu á
Þingeyrum, eins og vænta mátti, á 12. öld ofanverðri eða
öndverðri hinni 13.
Þorvaldur mun fæddur um 955 að Giljá í Þingi í Húna-
vatnssýslu. Faðir hans var Koðrán, sonur Eilífs arnar, land-
námsmanns í Skagafjarðarsýslu, hefir hann komið út hingað
á barnsaldri eftir lát móður sinnar. Sú ætt var mjög göfug,