Prestafélagsritið - 01.01.1923, Page 11
6
Ásm. Guðmundsson:
Prestafélagsritið.
og voru flest stórmenni í Skagafirði og Húnaþingi komnir af
henni. Hún var kölluð Skíðungaætt og hefir sennilega verið
kend við Skíðu er lá við botninn á Grenmari, í Á1 neðantil
á Þelamörk. Æfi Koðráns er mönnum að miklu leyti ókunn.
Hann bjó að Giljá og var ágætur maður og auðugur. Trú
hans hefir mjög verið orðin blönduð hjátrú, eins og þá var
títt. Hafði hann mikinn átrúnað á steini nokkrum í Giljár-
landi og blótaði hann og fólk hans. Trúði hann því, að ár-
maður byggi í steininum og verndaði sig og alt sitt. Um
móður Þorvalds vita menn það eitt, að hún hét Járngerður;
er hvergi getið ættar hennar, svo að ólíklegt er, að hún hafi
verið af háum stigum, en þeim mun sennilegra, að hún hafi
verið væn kona og vel að sér ger, þar sem annar eins mað-
ur og Koðrán gekk að eiga hana. Súo er það einnig talið um
þá, sem afburðamenn eru, að þeir muni sækja að jafnaði fult
eins mikið til móður sinnar og föður. Þau hjón áttu nokkur
börn, sem nefnd eru. Voru þeir bræður tveir, hét hinn Ormur,
mikill ágætismaður. í þættinum er farið mörgum orðum um
það, að Þorvaldur hafi notið minna ástríkis en hann af föður
sínum og verið lítt haldinn í æsku, unz Þórdís spákona á
Spákonufelli hafi aumkast yfir hann. Þjóðsögublærinn leynir
sér ekki á frásögninni, en þó getur það naumast verið upp-
spuni einn, að Þórdís hafi átt nokkurn þátt í uppeldi hans.
Hún var hin mesta merkiskona, bæði vitur og skörungur
mikill, og kemur við ýmsar sögur. Hún hefir verið í vinfengi
við Koðrán á Giljá og boðið Þorvaldi syni hans fóstur, því
að henni hefir litist vel á sveininn, en Koðrán ekki viljað
hafna svo góðu boði. Á Spákonufelli dvelur Þorvaldur langa
hríð. Hefir slík kona sem Þórdís var eflaust haft mikil and-
leg áhrif á hann og mætti ætla, að þau hefðu orðið hollari
trú hans en það andrúmsloft, sem hann óx upp í að Giljá.
Hann var vel haldinn að öllu og þroskaðist mikið þann tíma,
sem hann var á Spákonufelli. Annað vita menn ekki um upp-
vaxtarár hans.