Prestafélagsritið - 01.01.1923, Qupperneq 15
10
Ásm. Guðmundsson:
Frestafélagsritiö.
ildunum saman um það, að hann hafi farið fyrir beiðni Þor-
valds. Hefir Aðaldagur að líkindum vígt hann til kristniboðs-
biskups, því að hann er ekki talinn meðal biskupa á Saxlandi.
Hann var afbragðsmaður, »postullegastur í anda og athæfi
allra þeirra manna. er hér boðuðu kristni«.
VII.
Þeir Þorvaldur og biskup koma út hingað til íslands sum-
arið 981, og hafði ferðin gengið vel. Þeim verður það fyrst
fyrir, að leita til Koðráns að Giljá, og tekur hann vel við
þeim. Hann býður þeim öllum vist hjá sér, þiggja þeir það
og eru hjá honum um veturinn. Koðrán hefir þá verið orðinn
hniginn að aldri og þau hjón bæði, en Þórdís á Spákonufelli
að líkindum verið dáin, því að hennar getur hvergi eftir þetta.
Þorvaldur tók þegar að boða kristna trú frændum sínum og
öðrum þeim, er komu að finna hann. En biskup kunni þá
ekki enn nóg í málinu til þess; hefir því aðalstarf hans í fyrstu
verið það, að fremja tíðir allar með klerkum sínum. Raunar
var það kristniboð á sinn hátt og oft jafnvel miklu vænlegra
en nokkur orð til þess að hafa áhrif á heiðna menn til trúar.
Guðsþjónustan hreif þá mjög og náði valdi yfir hjarta þreirra.
Svo reyndist það einnig Koðráni, og er því ágætlega lýst:
»En er hann heyrði klukknahljóð og fagran klerka söng og
kendi sætan reykelsisilm, en sá biskup veglegum skrúða
skrýddan, og alla þá, er honum þjónuðu, klædda hvítum klæð-
um með björtu yfirbragði, og þar með birtu mikla um alt
húsið af fögru vaxkertaljósi, og aðra þá hluti, sem tilheyrðu
því hátíðarhaldi, þá þóknuðust honum allir þessir hlutir heldur
vel«. Þó var hann tregur til þess að láta af fornum sið, og
fór það að vonum, þar sem hann var gamall maður. Vildi
hann ekki bregða trúnaði við ármann sinn. »Eftir það fór
biskup til steinsins«, segir í Kristnisögu, »og söng yfir, þar
til er steinninn brast í sundur«. Kann sá fótur að vera fyrir
þeirri sögn, að Þorvaldur hafi klofið steininn, til þess að færa
föður sínum heim sanninn um það, hver hégómi væri að trúa
á mátt ármannsins eða vernd hans. Þegar svo Koðrán hefir