Prestafélagsritið - 01.01.1923, Qupperneq 20
Prestafélagsritið.
Þorvaldur víðförli.
15
hugum manna, vegna vísu er Þorvaldur orti um hana. Þar
bjó Þórarinn fýlsenni goði, af ágætustu höfðingjaættinni á
Vesturlandi. Hann var þá á alþingi, og er ekki ólíklegt, að
Þorvaldur hafi einmitt hylst til þess að koma, er hann væri
ekki heima, mundi þá vænlegra um góðar viðtökur hjá Frið-
gerði konu hans, en hún var systir konu Atla hins ramma,
frænda hans, er þá hafði tekið kristni. Þær vonir brugðust
Þorvaldi. Hann bauð mönnum trú, en á meðan gekk Frið-
gerður í hofið og blótaði, hafði hún svo hátt, að hvort heyrði
til annars, en Skeggi sonur hennar hló að þeim. Var því ekki
að búast við neinum árangri af því, er Þorvaldur kendi, og
er vísa hans þrungin sorg og reiði:
Fór ek með dóm inn dýra,
drengr hlýddi mér engi,
gátum háð at hreyti
hlautteins, goða sveini;
en við enga svinnu
aldin rýgr við skaldi,
— Þá kreppi Quð gyðju —
gall um heiðnum stalla.1)
í þessari vísu endurspeglast einnig ef til vill ýms önnur
vonbrigði um viðgang kristninnar á Vesturlandi. Hafa of fáir
kunnað að meta »dóm inn dýra«, og er ekki kunnugt um
neina menn í Vestfirðingafjórðungi, sem léti skírast af orðum
þeirra. En af því má þó ekki draga aðra ályktun en þá, að
engir af helztu höfðingjunum hafi tekið trú, því að nöfn ann-
ara var mjög eðlilegt að gleymdust á Norðurlandi. Mun miklu
fremur óhætt að gera ráð fyrir, að þeir biskup og Þorvaldur
hafi skírt ýmsa menn vestra, er þeir stóðu að því leyti betur
að vígi en áður, að biskup hefir verið orðinn færari í íslenzkri
tungu og fortölur hans við fólkið mátt sín meira. Enn hefir
1) Ek fór með inn dýra dóm, engi drengur hlýddi mér, gátum háð
at sveini goða, hreyti hlautteins (= blótmanni). En aldin rýgr (= voldug
kona) gall um heiðnum stalla við skaldi við enga svinnu. Guð kreppi
þá gyðju.