Prestafélagsritið - 01.01.1923, Qupperneq 23
18
Ásm. Guðmundsson:
Prestafélagsritið.
þeirra er allra
Þorvaldr faðir.
Biskup bar alt slíkt með hógværð, en Þorvaldur þoldi það
ekki ofan á ósigurinn á alþingi. Víkingslundin logaði upp í
honum og hann vó tvo menn fyrir níðið. Enda hafði hann
fullan rétt til þess að landslögum. Eftir alþing munu þeir
biskup enn hafa farið um Sunnlendingafjórðung sem þeir
höfðu ætlað á sumrinu, en litlu fengið áorkað sökum þess, er
þá var á undan gengið, og horfið síðan norður aftur, þegar
sumri tók að halla.
XI.
Þeir Þorvaldur og biskup höfðu spent bogann of hátt, er
þeir boðuðu kristni á alþingi svo fljótt, og hefir þeim bráð-
lega orðið það ljóst, að kristniboð þeirra mundi seint eða
aldrei bíða þess bætur. Eina ráðið var nú, að reyna um hríð
að efla kristnina á Norðurlandi og bíða þess með mikilli
þrautseigju og þolinmæði, að horfurnar fyrir hana vænkuðust
í landinu. Hún stóð fastast í Skagafirði og hafa þeir gert sér
von um það, að hún kynni að verða lögleidd á Hegranesþingi
með styrk kristinna manna þar. I þeim huga ætla þeir á vor-
þing þangað 985. En þegar hér er komið, eru heiðnir menn
orðnir mjög einbeittir í því, að telja þá hina mestu vogesti
fyrir trú sína, og hinir fjandsamlegustu í þeirra garð. Þeir
fara á móti þeim, til þess að verja þeim þingið, og reka þá
burt með ópi og grjótkasti eins og varga í véum. Hverfa þeir
Þorvaldur þá heim að Lækjamóti og halda kyrru fyrir um
sumarið, því að nýr kristniboðsleiðangur mundi koma fyrir ekki.
En af hendi heiðinna manna verður meiri og meiri sókn.
Goðarnir telja ekki mega svo búið standa; og á alþingi þetta
sumar hefir aftur verið rætt um kristnina og hættu þá, er af
henni stafaði. Eru þeir Þorvaldur og biskup gerðir sekir fjör-
baugsmenn, því að engar sakir voru til þess, að þeir yrðu
skógarmenn. Hafa norðlenzkir goðar eflaust verið mestir
hvatamenn til þess, og munu þeir einnig hafa stýrt förinni
eftir alþingi norður að Lækjamóti, til þess að heyja féráns-