Prestafélagsritið - 01.01.1923, Síða 26
Presiafélagsritið.
Þorvaldur víðförli.
21
hendingar frá 12. öld, líklega þýðing úr latínuljóði. Þær eru
þannig:
Hefi ek þar komit,
er Þorvaldi
Koðránssyni
Kristr hvíldar lér.
Þar er hann grafinn
í há fjalli
upp í Drafni
at ]óhanneskirkju.
XIII.
Enginn íslendingur á söguöldinni er glæsilegri en Þorvaldur
Koðránsson. Veldur því ekki það eitt, hver atgervismaður
hann var, andlega og líkamlega, heldur einkum það, að hann
vildi helga æfi sína andlegri hugsjón. Hann vildi leggja alt
það, sem honum var gefið, eins og fórn á altari Guðs. Og
hann verður mönnum enn þá hugstæðari fyrir það, að baráttan
sem hann á í, fær ekki dulist, né hitt, með hve miklum þján-
ingum hann deyr frá fyrra lífi sínu og hugsunarhætti. Hann
var háður sömu erfiðleikunum og vér hið innra og hið ytra.
Loks bendir hann oss fram jafnt með því, er hann var og
vann. Merki hans ber enn eins hátt og forðum. Þetta tvent,
sem fór saman hjá honum, atgervi Norðmannanna og trú
papanna írsku, á að verða framtíðareign Islendinga, sem runnir
eru frá báðum þessum kynstofnum, Germönum og Keltum.
Arfurinn frá feðrunum í Noregi á að hreinsast og helgast
fyrir áhrifin frá kristindóminum. — Það hefir verið mælt, að
hættulegt væri að minnast afbragðsmanna og koma nærri
þeim í anda, því að þá gæti farið svo, að jafnvægið raskaðist
og kæmist rót á hugsanir og tilfinningar og tæki að hvessa
eftir lognið og molluna yfir hversdagslífi sálarinnar. Viljinn
Yrði ekki ósnortinn, því að innri rödd segði: Þér er ætlað
að vinna eitthvað af hinu sama. Og þú getur það á þinn
hátt í þínum verkahring. En er þetta hættulegra en það, að
fljóta sofandi að feigðarósi? í fornsögunum er stundum getið
um sverð, er hefðu legið lengi í jörðu og verið orðin ryð-