Prestafélagsritið - 01.01.1923, Side 29
24
Þorsteinn Briem:
Presf afélagsritið
innar, María guðsmóðir, hefir þá og komið fram í hugum
manna sem tilbeiðsluverð persónugerfing guðlegrar miskunnar
og líknar. Karlar og konur hafa beygt fyrir henni kné. Hún
varð njönnum »móðir hjartans*, eins og Jón Arason kemst
að orði í Ljómum.
Maríumyndirnar voru brotnar eftir siðabót Lúthers. En
móðurgöfgi kvenhjartans stóð Guði næst eftir sem áður, og
gerir það enn.
Eg ætla mér ekki að brjóta þá Maríumynd hér. Konan
er næmari fyrir áhrifum Guðs. Og hún mun að jafnaði ekki
eiga í eins erfiðri baráttu á úrslitastundu trúarlífsins sem
karlmaðurinn. En þó verður því ekki neitað, að dýrlegustu
verkfærin í hendi Guðs, til að útbreiða og efla guðsríki, hafa
verið karlmenn. Þegar á Krists dögum vinnur andi Drottins
stærstan sigurinn, með því að kalla karlmennina og þróttlund
þeirra til starfsins.
Kristin trú heldur velli meðan óspilt kvenhjarta slær! En
er henni það nóg? Má kirkjan við því, að starfs- og athafna-
mennirnir gangi fram hjá? Og er ekki ástæða fyrir kirkjuna
að leita að orsökum til þess að sá hluti mannkynsins, sem
ræður mestu um öll önnur mál þjóðlífsins, lætur sig þessi mál
minna skifta.
Þessum tveim atriðum, sem á var bent, fáum vér ekki um
breytt. Sálarlíf og lífsstarf konu og karls hlýtur ávalt að verða
ólíkt. En þá kem eg að hinu þriðja atriði.
Þegar vér lítum á lærisveinahópinn, sem Kristur velur sér;
þá sjáum vér fyrir oss unga eða miðaldra menn, búna hinum
glöggustu einkennum sannrar karlmensku. Meðal þeirra er
Tómas, sem ekki hikar, þó hann sjái fyrir sér opinn dauðann,
heldur segir: »Vér skulum fara Iíka, til þess að deyja með
honum« (Jóh. 11, 16.). Meðal þeirra eru bræðurnir Jakob-
og Jóhannes, sem Jesús gaf nafnið »Þrumusynir« (Mark. 3,
17). Meðal þeirra er Pétur, kletturinn, sem Jesús nefndi. Og
í þann hóp bætist síðar sá maðurinn, er einn stóð uppi með:
öruggum huga, meðal nær 300 skipbrotsmanna á Miðjarðar-
hafinu, og var þó sjálfur fangi meðal rómverskra hermanna,.