Prestafélagsritið - 01.01.1923, Page 32
Prestafélagsritið.
Kristin karlmannslund.
27
dómurinn sé aðeins fyrir börn og gamlar konur. Margoft
hafa nú raunar gömlu konurnar gengið með meiri karlmensku
og hetjudug fram í hildarleik lífsins en þeir, sem svo mæla
tíðast. En samt sem áður fæ eg ekki varist þeirri hugsun, að
kirkjan eigi hér nokkra sök. Tökum t. d. þessa 70 sálma, sem
standa í sálmabókinni »um kristilegt hugarfar og líferni®. Er
það ekki eftirtektarvert, hve þar er óvíða minst á hinar svo
nefndu athafnadygðir? Þeir eru svo langsamlega ílestir um
»passívu« eða aðgerðalausu dygðirnar. Þau einkenni Krists-
lundarinnar, sem heilla huga ungs karlmennis, eru þar ekki
eins dregin fram. Sama hefir og verið sýnt, að eigi heima
um sálmabækur kirknanna vestan hafs, og svo mun vera víðar.
Alt annað er um söngbók K. F. U. M., og jafnvel um söng-
bók bindindismanna, að þar er miklu meira sungið um starfið
og framkvæmdirnar.
Að því er eg þekki, þá sækja menn ekki alment fyrir-
myndir hugprýði og starfsamrar karlmensku til rita kirkjunnar,
heldur í fornsögurnar, til heiðinna feðra og þess átrúnaðar, er
þeir höfðu. Menn draga einmitt fram hetjumyndir heiðninnar
til að sýna karlmensku hennar, gagnstætt kvenlund kristin-
dómsins.
Þau orð, er sérstaklega hafa vakið mig til umhugsunar um
það efni, er eg flyt hér nú, eru orð, sem reyndur og gætinn
bóndi norðanlands sagði við mig eitt sinn, er vér töluðum
tveir einir um Jesú: »Mér hefir nú altaf fundist Jesús vera
hálf-gf«fig'nlegur!«
Á þessa hugsun hefi eg oft rekið mig. Og sú sannfæring
hefir því orðið æ ríkari í huga mér, að þarna sé ein megm-
ástædan til þess, hve starfs- og athafnamennirnir gefa oft
kirkjunni lítinn gaum, fyr en þeir eru komnir á gamalsár, að
Kristsmynd þeirra er einmitt þessi »gungumynd«, sem bónd-
inn nefndi.
Hér er þá komið svar mitt við spurningunni: »Hversvegna
eru konur kirkjuræknari en karlar?« Kirkjan, eða boðberar
hennar, hafa lagt of einhliða áherzlu á hið kvenlega eðli Jesú.
Hann hefir því náð betur að heilla hugi kvennanna, en karl-